Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 36
220
REVKJAVÍKURSTÚLKAN
EIMREIÐIN
unni gelur tekist, eins og kynsystrum hennar í öðrum borg-
um, að venja vin sinn á að fara ekki alveg svona hátt með
tóbaksjurtina.
En annars vildi ég mega taka hér svari Reykvíkingsins í
einu atriði, úr því að stúlkan okkar minnist á útlenda kurt-
eisi. I ávarpi kallar hann hana fröken, og þegar hún er gift
kallar hann hana frú. En hvað gerir hún? Hún gæti byrjað
með því að kalla hann að alþjóðasið herra — það er mál til
komið — og það mundi hrífa líkt og töfrasproti. Það er sagt,
að Viggo Hörup, fyrsti ritstjóri að »Politiken«, hafi á fám
mánuðum gagnfáað danska blaðamensku með tveimur bók-
stöfum — með því að setja hr fyrir framan hvert karlmanns-
nafn, sem blað hans birti. Þetta er að vísu Iítið eitt örðugra
hér í daglegu tali, þar sem persónulegt ófrelsi gengur svo
langt, að ættarnöfn eru — bönnuð með lögum! En slík lög
eru vitanlega dauðadæmd. Vaxandi kurteisisskylda sprengir
þau — ekki sízt til hagnaðar fyrir blöðin okkar. Því að jafn
ófagur tónn í blaðamensku er ekki til í víðri veröld.
Þá er nú búningur Reykjavíkurstúlkunnar.
Já, satt er það, stuttir eru þeir. Kona nokkur við aldur
sagði mér fyrir nokkru sögu um það, hvað kjólarnir hér geta
verið stuttir. Hún var nýkomin frá París, og ung frænka
hennar úr Borgarnesi var í heimsókn hjá henni. Eldri daman
sagði frænku sinni, að svona stuttan kjól eins og hún hefði
bæri dömurnar í París ekki. »Stuttur!« hrópaði unga stúlkan
forviða, »Frænka mín! Finst þér þetta stuttur kjóll? Þá ætt-
irðu að koma í Borgarnes!*
í Reykjavík held ég nú að minstu muni á lengdinni, á meðal
þeirra kvenna, sem klæða sig smekklegast. Ef sú mótbára
er hins vegar réttmæt, að búningurinn eigi ekki við í okkar
kalda loftslagi, þá á sú mótbára ekki síður við um önnur
lönd. Því að í flestum löndum, þar sem hann tíðkast, er vet-
urinn töluvert, og víða margfalt, kaldari en hér! Eg held nu
bókstaflega að kjólarnir hafi breytt loftslaginu á Islandi.
Þó að allir geti séð, að Reykjavíkurstúlkan muni aldrei
hverfa aftur til íslenzka búningsins, eiga margir samt bágt
með að sætta sig við það. Ég held, að þegar frá líður, verði
vonbrigðin megnust í hóp amerískra ferðamanna. Það hefur borið