Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 131
eimreiðin
Á FJÖLLUM
315
fnanna. Maður getur líkt Fiskivötnum við völundarhús, þar
Sem leitinn maður finnur altaf eitthvað nýtt og fagurt. ]urta-
Sfóðurinn, fuglalífið, gjárnar og gígarnir er svo margbreyti-
*e9t og fjölskrúðugt, að það minnir á gamlar þulur. Hér eru
heimkynni ætihvannarinnar, mjaðurtarinnar og blóðrótarinnar,
^er eru himbrimar, svanir, kríur og stórir urriðar. Merkileg-
asta vatnið er Skálavatn — þrír gamlir gígir — með ótal
sPrungum og gjám, en á milli eru hraundrangar og grasi-
Vaxnir hólmar. Blágrænar gjár gína við fætur manns. Þar
«afar fiskiöndin eftir sílum, með ótrúlegum hraða vindur hún
Sl9 milli hraunstallanna og gleypir bráð sína án þess að
stöðva sundið.
Fossvötnin er bezt að skoða af hæðum. Strandlínur þeirra
sru svo fagrar og margbreytilegar, að þær minna á frostrósir.
‘orisjór er hrikalegur og eyðilegur. Þegar maður horfir út
^lr dökkan víðáttumikinn vatnsflötinn umgirtan fjöllum, furðar
rriaður sig á því, að nokkrum manni skyldi detta í hug, að
Parna væri Litlisjór.
I veri! Það er gaman að koma í skrúðgræn ver eftir langt
_°9 erfitt ferðalag um auðnirnar. Verin eru það sama fyrir
lslenzkan ferðamann og óasarnir fyrir eyðimerkurfarann. Nú
er ferðinni heitið að Tungnárbotnum, því þar er ver. Bara að
Vorhretin og þurkarnir hafi ekki eyðilagt það.
Ekkert gras er í verinu. — Hestarnir rífa í sig sinu og
uf> sem þar er, og fá brauðbita í ofanálag, en við steikjum
'9ran urriða. Leitt er að þurfa að hætta við förina að Langa-
s'°- Næstu grös eru óviss.
Qæsavötn við Vonarskarð — Jökulgil eða Illugaver. —
ttvert á nú að stefna?
Eetta er sannkölluð úlfakreppa. Tungná í Ieysingu, en þó
e9a fær undir morgun, næstu áfangar við Gæsavötn enn-
við °V'ssaru Stefnum við á Illugaver eða Háumýrar, verðum
aö fara yfir gjá þá, sem sendiherra Dana, Fontenay,
Yroi Heljargjá, og hraunið, sem hann áleit ófært og kallaði
drahraun. Þegar leiðir eru valdar, þá er fyrsta boðorðið:
a9* fyrir hestana. Við stefnum því á Illugaver. Þegar að
^nnis kemur, furðar okkur stórlega á því, að sendiherrann
u 1 hafa skýrt stað þenna Heljargjá, því það er ekkert við