Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 178
362
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðiN
sem konur Vesturlanda. En mér fanst hún tilkomumeiri þarna
eins og ég sá hana í Kabul.
Þegar við komum út í trjágarðinn, fanst mér mikið til um,
hve ávaxtafrén voru vel hirt og fjölbreyttur gróðurinn. Garð-
yrkjumennirnir, sem sáu um þau, komu mér einkennilega fyrir
sjónir. Þeir báru breiðar hálmhlífar yfir augunum, og hélt ég
fyrst, að það væri til verndar gegn sólarljósinu, en síðar var
mér sagt, að þetta væri gert til þess, að þeir gætu ekki séð
konurnar í kvennabúri konungsins. Eg dró mig heldur í hlé,
eins og ég hef þegar getið um, og hefur það víst ekki fallið
drotningunni vel í geð. Að minsta kosti gaf hún sig ekkert
að mér. Ég stóð stutt við, og þegar ég var að fara, sagði
hún í fremur óviðfeldnum róm: — Það er leift, hve lítið þéf
kunnið í persnesku ennþá! Ég hefði annars gjarnan viljað
tala við yður.
Ég kvaddi, og þótti mér ilt, að ég hafði ekki getað komið
að neinum umleitunum fyrir Asims hönd, við drotninguna, þó
að ég gerði í tvígang tilraun til þess. — — —
Um kvöldið kom frænka Asims til mín og var mjög reið.
— Þú hagaðir þér alveg rangt. Hvernig daft þér í hug
bera fram sömu óskina tvisvar? Það á alis ekki við gagnvart
drotningunni. En henni féll vel klæðnaður þinn. Og hún vill
fá að vita, hvernig hún geti fengið eins langar og glansandi
neglur eins og þú, og hvernig megi halda þeim eins hreinum!
Ég lofaði bót og betrun.
Undir eins og þú varst farin kom Amanullah konungur’
sagði gamla konan. Hann sá nafnspjald þitt og spurði, hvernið
þú litir út. Bibi-Chord sagði, að þú værir lítil og óásjáleS>
með litlaust hár. Þá spurði hann ekki meira um þig.
Bibi-Chord var systir drotningar og sögð hjákona Aman-
ullahs konungs.
* *
*
Á hverju ári er haldin hátíð til minningar um það, að Af'
ganistan varð sjálfstætt ríki. Er hún kölluð Paghman-hátíðin,
en Paghman er nafn á sumaraðsetri konungs, og fer aðal-
hátíðin þar fram. Aðsetur þetta er eini staðurinn í Afganistan,
sem ber svip af því, sem gerist í Vesturlöndum. Konungur