Eimreiðin - 01.07.1929, Qupperneq 196
380
SONAHEFNDIN
EIMREIÐIN
Þegar heim kom, spurði bóndi, hvort við vildum heldur
kaffi eða mjólk.
Við kjörum heldur mjólkina.
Eftir litla stund kom ung stúlka með spenvolga nýmjólk,
og var auðséð, að farið hafði verið undir einhverja kúna til
að mjólka handa okkur.
Þegar við vorum að enda við að drekka, kom aldraður
maður út á hlaðið, og hef ég ekki séð ferlegri mann ásýnd-
um. Hann var hár og gildur. Fölleitur í andliti, með úlfgrátt
alskegg, sem náði niður á bringu. Nefið stórt og liður á þv>
miðju. Brúnabeinamikill og kinnbeinahár. Augun grá og lágu
innarlega. Vzt fata var hann í mórauðri hríðarúlpu, og var hún
girt að honum með breiðri ól. A höfðinu hafði hann hetíu
og þar yfir barðastóran hatt gamlan.
Við heilsuðum honum. En ekki gátum við heyrt, að hann
tæki undir við okkur. Hann leit í kringum sig og virti fyrir
sér útlitið. Svo greip hann sporreku, sem stóð á hlaðinu og
stefndi á veg þann, sem til heiðarinnar lá.
Við þökkuðum bónda drykkinn og buðum gjald fyrir hann
og fylgdina. En hann neitaði ákveðið.
Svo kvöddum við hann og lögðum af stað. En þegar við
vorum að hefja gönguna, sneri bóndi sér að okkur og segir
í hálfum hljóðum: — Þið skuluð, piltar, ekki hirða neitt um
það, þótt ykkur finnist fylgdarmaðurinn þögull og einkenni-
legur. Eg ábyrgist hann hvað ratvísina snertir.
Við náðum fylgdarmanninum rétt við túnjaðarinn og tókum
hann tali. En við fundum fljótt, að það var tilgangslaust að
eyða mörgum orðum við hann. Annaðhvort gegndi hann engn
spurningum okkar eða þá svo ógreinilega, að við heyrðum
varla, hvort hann sagði já eða nei. Við tókum því þann kost-
inn að þreyta hann ekki með spurningum.
Karlinn gekk jafnan nokkurn spöl á undan. Hann var álútur
í gangi og jafnstígur. Við reyndum að ganga í slóð hans, og
var okkur það nokkur léttir, því færið var erfitt. Það mátti
heita sæmliegt á jafnsléttu, en þegar brekkunnar kendi, versnaði
það stórum. Var lausasnjórinn að jafnaði í kálfa og hné, og
urðum við fljótt þreyttir, enda óvanir göngu.
Þegar við náðum heiðarbrúninni, var orðið hálfrökkvað og