Eimreiðin - 01.07.1929, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN
REVKJAVÍKURSTÚLKAN
229
^enningar, sem geti bjargað Evrópu frá tortíming. Til þess
benda síðustu samtök loftflotans um alla Norðurálfu. Ef djöf-
ullegt eiturgas og hvítur fosfór fer ekki eldi yfir löndin, þá
það af því, að þeir, sem ætlað er að beita því, neita sem
einn maður að láta hafa sig að böðlum á saklausan landslýð.
En hvernig stendur nú á hinu frámunalega ósamræmi í
Stldi og mati íslenzkrar menningar? Hvernig stendur á þeim
0rðrómi, sem fer af oss íslendingum, að vér séum ekki nema
hálfmentuð þjóð og jafnvel ekki það? Því að vér megum
ekki gera oss seka { þvj ódæði að flýja undan þessum dómi.
Ver verðum að horfast í augu við hann. Svona er hann. Vér
esum stundum annað á prenti, en það er, þegar bezt Iætur,
nrópandans rödd á eyðimörku, eitt þegjandi háðbros kæfir
nana, hvað þá þúsundir og aftur þúsundir.
Insta orsök þessa ósamræmis er vitanlega sú, að heimur-
*nn þekkir oss ekki eins og vér erum. En meinið er bara
pttn. að meðan ytri framkoma vor líkist ekki alment fram-
°niu manna af öðrum siðuðum þjóðum, getum vér beðið
eftir þv; tii eilíföar^ ag ínenning vor verði dæmd rétt. Þetta
®tti hvert þroskað barn að geta skilið. Hið fyvsta, sem vér
slálfir dæmum hvern mann eftir, er í raun og veru ytri fram-
oma hans. Og hún ræður því oft, hvort vér óskum að kynn-
ast honum betur, eða hvort vér óskum að sneiða hjá honum.
^að er skylda vor, kynslóðarinnar, sem nú lifir, að hrinda
at oss því óorði, að vér séum ekki nema hálfmentuð þjóð.
nnars verður það að illgresi, sem kippir vexti úr því, sem
°ss er dýrmætast: innri menning vor. Vér skulum ganga
raman að því, taka fast utan um það, eins og utan um
renninetlu, og rífa það upp með rótum. Ef vér gerum það,
með þeim einum hætti sem það verður gert — með því að
^arPa oss skilyrðislaust undir alþjóðlega siðfágun, — þá mun
sland geta orðið á ótrúlega skömmum tíma í meira en einu
menningarlegu tilliti — viðurkent forustu-land. Þess vegna
®ðir mér að sjá þá stefnu vaða uppi, sem vill halda áfram
, leysis-einangrun vor íslendinga. Ég veit að vísu, að hún
a tyrir sér að verða dauðadæmd. En hún á að verða dauða-
daemd sem fyrst.