Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 11
EIMBEIÐIX
Á HVAM MSHEIÐI
243
Eg lagði af stað einsamall, um náttmál, frá Húsavík, með
aburðarlest. Flestum þykir þægilegra, að nokkrir séu saman,
tveir eða fleiri, í þess háttar ferðum — eða þótti, því nú eru
þær lagðar niður hér um slóðir. En ég hafði vanið mig á það
vera sjálfb.jarga við vöruflutninga úr kaupstað og haga
þeim eftir annari hentisemi. Og í þetta sinn varð ég ekki einn
t'l lengdar. Þegar ég hafði áð um stund á Núpaeyri, svo sem
Yenja var, tekið hesta og lagfært reiðinga, sá ég að maður kom
riðandi göturnar frá Laxamýri. Og er hann kom á eyrina,
snaraðist hann af baki og lagði þegar hönd að mínu verki.
^egar öllum klyfjum var komið á klakk, vísuðum við áburðar-
hestunum áfram heimleiðis, upp heiðarveginn, en gengum og
teymdum reiðhestana meðan brattast var. Var þá tíma komið
skamt yfir miðnætti og sól horfin fyrir nokkru bak við Húsa-
'•'kurfjall. í vestri stóðu Kinnarfjöll í ljósbleikum roðafeldi,
°g skein nætursólin þangað úr norðausturhafi. Til norðvest-
llrs glóði og glitraði Skjálfandi fast inn að söndum. Um gíga-
raðirnar fyrir flóabotninum lék einnig næturskin og eins um
^ðaldalshraun vestanverð. En að austan voru þau dekkri yfir-
htum, og lágu þar yfir þokuslitur hér og þar og eins um rætur
Kinnarfjalla. Til suðurs og austurs var hinsvegar alt þokulaust.
\*lr Lambafjöllum sá til suðrænna, blárauðra blikuteina, en
sJali voru fjöllin Ijósbleik að norðan, og svo var um allar efri
hæðir. Annars voru austurheiðarnar viðast í skugga og þó með
l.jósuni blettum hér og þar. Einn slikan ljósan blett vorum við
1111 að nálgast efst á Heiðarenda, og kom sólin, þaðan að sjá,
UpP yfir Húsavíkurfjall sunnanvert. Veður var kyrt, jörðin
tlöggvuð og döggin svellrunnin þarna uppi. Og hallflatir nátt-
sólargeislarnir féllu á döggvaðan, hálfhélaðan fjalldrapafeld
heiðarinnar, glitraði hann við eins og vetraínæturhiminn al-
settur stjörnum.
1 taður sá, sem þarna var nú á ferð með mér, hét Brandur og
'ai úr fjarlægri sveit, en þó Þingeyingur. Ég þekti hann lítið
U& helzt af orðspori, er var á þá leið, að hann væri talsvert
hrykkfeldur og einþykkur sérvitringur. Hann var lítill maður
exti, en snarlegur; fremur andlitssmár, en augnabrúnir til-
atega miklar og óvenjulega loðnar. Augun lágu djúpt, og hann
skotraði þeim kynlega út undan sér og velti vöngum, þegar