Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 16
248
Á HVAMMSHEIÐI
EIMREIÐIX
fyr en of seint? Var ástríki hennar og nærgætni í minn garð,
alla hennar síðari æfidaga, sprottið upp af trúarlegri skyldu-
tilfinningu og von um laun í öðru lífi, fremur en vaxandi ást
til mín? Hafði hún í rauninni, hennar insta þrá og eiginleg-
asta ástúð, horfið frá mér til kirkjunnar, með prestinum og
öllum almenningi — alveg eins og í draumnum?
En nú á ég eftir að segja þér það, sem kynlegast er og dular-
fylst. Þessi kona, sem hafði orðið mér til miklu minni ham-
ingju í lífinu en ég vonaði i fyrstu og hún hefur sjálfsag't
viljað, og sem svo hvarf í dauðann, þegar mér fanst, að nú
væri loksins alt komið í lag milli okkar — hún hefur saint
sem áður verið mér nokkurs konar spákona og hamingjudís
í draumi, bæði lifs og liðin. Þetta hefur oft snert mig þannig
sem á milli okkar væri einhverjir dularþræðir, upphaflegri en
okkar jarðneska líf og hálfíausir við það öðru veifi. Þeir
draumar, sem mig dreymir um hana, eru þeir einu draumar,
sem ég get fyllilega reitt mig á og ráðið fyrirfram, að aðal-
efninu til. Þetta kemur þannig fram, að þegar mig dreymii'
hana með glöðu hragði og svo, að hún lætur vel að mér, þá
er það jafnan mér fyrir góðu. Hafi ég þá eitthvað sérstakt fyr-
ir stafni, má ég treysta því, að iir því rætist ákjósanlega.
Dreymi mig hana hinsvegar fáláta og á þá lund, að hún forð-
ast mig, þá er það mér fyrir illu. Þetta bregst ekki.
Og nú skal ég segja þér seinustu draumana tvo um hana.
Fyrri draumurinn var á þá leið, að ég þóttist staddur þar, sem
við kyntumst fyrst. Mér þótti hún hafa gengið frá mér til fjand-
manns míns og dvalið þar svo árum skifti, en vera nú farin
þaðan og þangað, sem ég nú var staddur. Ég bjóst við, að liún
væri þar einhversstaðar innanhúsa og spurði heimamann um
hana, en var sagt, að hún væri lögð af stað heim til mín. Lengri
var draumurinn ekki.
í síðari draumnum þótti mér hún vera komin heim til míii
og vera með miklu gleðibragði. En er ég nálgaðist hana, band-
aði hún þó við mér og sagði: Vertu nú stiltur; þetta lagast
hráðum alt saman. Og í sama bili þótti mér alt breytast kring-
um okkur, verða undirbúið brúðkaupsveizlu og við ætla að
gifta okkur í annað sinn — því eftir giftingunni forðum mundi
ég í draurnnum. Lengri var hann ekki. — Það verður ekki