Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 18
eimreiðin
Vér verðum að útrýma styrjöldum.
Eftir George Lansburg■
[Höfundur liessarar greinar var um langt skeið foringi verkamanna-
flokksins brezka og' er fyrir löngu heimskunnur maður, einkum fyrir starf
sitt í liágu friðarmálanna. Nú í sumar tókst liann ferð á liendur til Þýzka-
lands til ]iess að ræða við Hitler um friðarmálin og nauðsyn þess, að þ.jóð-
irnar vinni saman i anda lcristindómsins að farsælli lausn ágreiningsmál-
anna, i stað ])ess að hervæðast, til ]>ess siðan að láta vopnin skera úr
þeim. Lanshury lávarður herst nú fyrir þvi að koma á nýrri friðarráð-
stefnu, sem taki þessi mál til nýrrar og rækilegrar meðferðar. Sjálfur
sagði hann af sér formensku í verkamannafloknum lirezka fyrir tveimur
árum, af því honum fanst flokkurinn ekki styðja afvopnunarstefnuna
nógu fast, og því síður finst honum það nú, þegar flokkurinn er, a. m. k.
um stundarsakir, orðinn fylgjandi hcrvæðingu þeirri í Bretlandi, sem nú
stcndur yfir, og brezka þjóðstjórnin gengst fyrir. Greinin er þýdd úr júní-
hefti tímaritsins „World Review“ þ. á., aðeins feld úr nokkur atriði, sem
aðallega eiga erindi lil enskra lesenda. Ritstj.]
Allir, sem um þjóðfélagsmál hugsa, munu á eitt sáttir uni
það, að vér lifum á dásamlegum tímum vísindalegra uppgötv-
ana og nýjunga. Framfarir virðast vera að gerast í öllum efnis-
legum og veraldlegum atriðum. Vér getum ferðast umhverfis
jörðina á fáeinum dögum, talað í sírna svo að heyrist hinu
megin á hnettinum, sungið eða talað inn á hljómplötu, seni
síðan geymir söng vorn eða ræðu um ókomnar aldir. En þrátt
fyrir þessar og margar aðrar framfarir, hefur þjóðunum ekki
ennþá lærst að umgangast hverja aðra í friði og samræmi. Að
því er alþjóðaviðskifti snertir, lifunt vér eins og óvitar. Það
er líkast því sem vér lifum á þeim tímum, er vísindin voru ekki
komin til sögunnar. Allar þjóðir þrá frið. Allir stjórnmála-
menn lúka upp einum munni um það, að þeir séu að vinna að
friði og séu fúsir lil að taka upp samvinnu hverir við aðra uffl
að útrýma styrjöldum og koma á varanlegum friði. En jafn-
framt er öllum þjóðum gert að skyldu að taka á sig allskonar
fórnir til undirbúnings ófriði. Oft og mörgum sinnum hef ég
hlustað mér til leiðinda á víðfræga stjórnmálamenn í Neðri niál-
stofunni bollaleggja í sömu ræðunni, jafnvel i sömu setn-