Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 25
ElMREIÐIN
Ættgengi og lífsskilyrði.
Reynivið og sóley þekkja allir. Reyn-
irinn er beinvaxið tré með hvítum blóm-
um, sóleyjan lítil jurt með gulum blóm-
um. Hvernig stendur á þessum mikla
mun? Báðar þessar plöntur hafa fengið
blómalit sinn og önnur einkenni í vöggu-
gjöf að erfðum frá forfeðrum sínum. Ef
við hlúum að reyniviðnum og sóleyj-
unni í garði, verða þau bæði þroskalegri
en ella og hærri í skjólinu. En niðjar
þeirra verða ekkert betri en niðjar ættingja þeirra úti á víða-
^angi. Eðlisfarið breytist ekki, en útlitið, sem á rót sína að
lekja bæði til eðlisfars og áhrifa skilyrðanna, breytist auðveld-
lega. Eðlisfarið er ákveðið þegar við fósturmyndunina, er egg
°8 frjóf ruma renna saman. Báðar þessar frumur flytja erfða-
SJaíir frá föður og móður til hins nýmyndaða fósturs. Það er
akveðið þá þegar, hvort barnið verður piltur eða stúlka, biá-
eJgt eða dökkeygt o. s. frv. Annað gildir við kynlausa æxlun.
Ll við tökum tvo græðlinga af sömu víðihríslunni og gróður-
Setjum, þá eru þeir nákvæmlega eins að eðlisfari, og allur mun-
111 i útliti og vexti stafar frá ólíkum skilyrðum. Græðlingarnir
eiu komnir út af sömu plöntu á kynlausan hátt og hafa fengið
(tllrir erfðagjafir sínar frá þessari ,,móður“, verða þessvegna
al\eg eins og hún að eðlisfari. Sama gildir um allar kartöflur
1111(1 an sama grasi. Þær eru allar eins og móðirin að eðtis-
þoi, fengu að erfðum alla eiginleika hennar. Munurinn á stærð
°g útliti þessara kartaflna stafar af mismunandi skilyrðum, og
þ>ðir ekkert að velja hinar stærstu þeirra í kynbótaskyni. Til
þess þarf kynæxlun. Við hana erfa afkvæmin bæði föður og
ui°ður. Þareð foreldrarnir eru ekki eins að eðlisfari (nema um
sJalfsfrjóvgun sé að ræða) og eiginleikar þeirra deilast niður
'l :úkvæmin, þá er um geysimikla fjölbreytni að ræða og hana
'1 meiri sem þau eru óskvldari. Ólík kjör auka fjölbreytni í
tngólfur Daviðsson.
17