Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 27
EIMREIDIN
ÆTTGENGI OG LÍFSSKILYRÐI
259
l'eir fæddust í fjalli uppi eða niðri í sveitinni, ef þeir alast upp
Vlð sömu kjör. Byggtegund nokkur verður hvít við lágan hita.
plantan ræktuð inni og séð um að hitabreytingarnar séu
nsegar, þá ber byggið hvít blöð og græn á víxl. Maríulykils-
iegund ein hefur rauð blóm, en ef hún vex í 30—35° hita og
nsegum raka, þá ber hún hvít blóm. Eðlisfarið er samt óbreytt,
l)yi niðjar hennar bera jafnan rauð blóm við venjuleg skilyrði.
En utlitið eða svipfarið mótast bæði af eðlisfarinu og lífskjör-
Unum. .
^ ið trjárækt er lögð áherzla á það að fá fræ af góðum trjám.
^ ið viljum hafa há og beinvaxin tré í skógum og görðum. En
»ekki er alt gull, sem glóir“. Það dugar ekki að treysta útliti
hjánna einu saman. Tvö tré svipuð að útliti geta verið mjög
línsjafnlega kyngóð og fræ þeirra þá einnig. Annað tréð er
kannske fagurt frá náttúrunnar hendi, en hitt hefur verið af
lukara kyni, en samt náð fallegu útliti, af því að það hefur átt
^ið betri kjör að búa. Það hefur verið lagað, sniðnar af því
k1;eklóttar greinar o. s. frv. Þannig tókst að fegra það, en sú
aðhlynningarfegurð gengur ekki frekar að erfðum en t. d. and-
ktsmálning kvenfóllcsins. Nota óvandaðir fræsalar oft slík
^rngð, sýna kaupandanum fegrað tré og segja, að fræin hljóti
að verða góð af svona vel vaxinni plöntu. Útlitinu einu má því
c‘kki treysta fullkomlega. Lífsskilyrði trjánna og ætterni þurfa
að vera manni kunn. Er ætternið þá þyngst á metunum. Við
^■Ijum prýða heimilin með því að gróðursetja blóm og' tré við
au. Er þá afarmikilsvert að fá kyngott norrænt fræ og plöntur.
1 tægu plönturnar þrífast ver en þær norrænu, eins og sjá
lna hér í görðum í Reykjavík og víðar. Fóðrið getur haft gagn-
keið áhrif á útlitið. Tveir grísir, albræður, voru fóðraðir sinn á
'0ln hátt. Annar fékk nóg að eta, en hinn var hálf-sveltur.
11 n°kkurn tíma voru báðir vegnir, og var þá sá, sem gott
11 r hafði fengið, 55 kg., en hinn aðeins 14,5 kg. En þessi
niunur gengur ekki í arf. Litli grísinn gæti átt alveg jafnvæn
afk\æmi og hinn. Að vísu mundi illa fóðruð gylta t. d. mjólka
"hnna en hin og ef til vill ekki geta gefið fóstrinu eins mikla
'L' iingu, en afkvæmið mundi ná sér siðar, og hér væri ekki um
ne'nn erfðahnekki að ræða. Við breýtingu vtri skilyrða kemur
tUarf’t einkennilegt í ljós. Við ca. 26° hita fá rottur og mýs alveg