Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 28
260
ÆTTGENGI OG LÍFSSKILYRÐI
eimreiðin
óvenjulega löng eyru og rófu. Við um 6° hita yrðu eyru og rófa
um 30% styttri. Þetta gengur heldur ekki að erfðum. Ef púpur
vissra fiðrildategunda (Vanessa urticae) eru aldar upp við
lágan hita, verða fiðrildin dökk á lit, en sé heitt á púpunum,
verða fiðrildin, sem úr þeim koma, ijósleit. Þannig má hafa
gagngerð áhrif á litlit plöntu- og dýrategunda með því að breyta
lífsskilyrðunum, en ekkert af þeim gengur að erfðum. Aðeins
viðkomandi vera breytist, en ekki ættin. Saltið í sjónum hefur
lika mikil áhrif á lífið. Skelin og kuðungurinn á skeldýrum og
sniglum er þynnra en ella i saltlitlum höfum, t. d. í Eystrasalti,
og þorskurinn er þar minni vexti en i saltari höfum.
Af þessum dæmum sést ljóslega, að lífsskilyrðin, svo sem
næringin, hitinn, ljósið og rakinn, hafa afarmikil áhrif á ein-
staklingana og setja svip sinn á þá. En alt þetta breytir ekki
eðlisfarinu, heldur aðeins þeim einstaklingum, sem lifðu við
þessi skilyrði, og aðeins útliti þeirra. Er injög áríðandi við allar
rannsóknir að gera mun á eðlisfari og svipfari því, sem kjörin
hafa skapað, og blanda því ekki saman. Kartöflur undir sania
grasi eru, eins og áður er sagt, allar eins að eðlisfari, þótt mis-
stórar séu, og er því þýðingarlaust að velja hinar stærstu þeirra
til útsæðis í kynbótaskyni. Til þess þarf kynæxlun. Væru menn-
irnir allir eins að eðlisfari, eins og kartöflur undan sama grasi,
þá mætti fara að hugsa um að gera alla jafna með því að veita
þeim sömu lífskjör. En þessu er ekki þannig farið. Því fer
fjarri, eins og nú skal sýnt fram á.
2. Kynæxlun og áhrif hennar á erfðirnar.
Við kynæxlun mvndast nýr einstaklingur við það, að tvær
fruniur renna saman. Fruman, sem við það myndast, vex og
skiftist síðan ört og verður upphaf afkvæmisins. Arfurinn frá
foreldrunum fylgir kynfrumunum, er saman runnu og er aðal-
lega bundinn við hina svonefndu litþræði (kromosom) í þess-
um frumum. Nú eru tveir möguleikar fyrir hendi. Kynfrum-
urnar, sem saman renna, geta haft alveg sömu erfðaeiginleika.
Það á við um plöntur, sem hafa sjálfsfrjóvgun. Afkvæmið
verður þá eins og foreldrarnir, og allur breytileiki stafar frá
Hfskjörum (eða stökkbrej'tingu), en ekki frá erfðum. Kyn-
bótatilraunir með úrvali eru þá þýðingarlausar hér, líkt og i