Eimreiðin - 01.07.1937, Page 30
262
ÆTTGENGI OG LÍFSSKILYRÐI
eimreiðin'
dels. Nú er hann heiðraður uni allan heim sem faðir og braut-
ryðjandi erfðafræðinnar.
Vegna rúmleysis skal ekki fjölyrt um Mendelslögmálið að
sinni, en aðeins drepið á það helzta. (Áhugamönnum skal bent
á tvær bækur um þessi efni: Menneskets Arvelighedsforhold
eftir O. Thomsen og Arvelighedslære eftir Vinge.) Séu tvær
kynhreinar ertuplöntur, önnur hvítblóma, en hin með rauðum
hlómum, látnar æxlast saman, þá verða öll afkvæmin með rauð-
um blómum, eins og annað foreldranna. Rautt er þá hér rikj-
andi, en hvítt vikjandi. En hvítt er ekki úr sögunni hérmeð, það
iiggur dulið i eðli plantnanna og getur hrotist fram á ný. Því
ef nú þessar nýju rauðblómguðu plöntur, afkomendur hvítra
og rauðra foreldra, eru látnar æxlast saman, þá verða % hlutar
afkvæmanna með rauðum blómum eins og foreldrarnir, en Vi
verður með hvítum blómum eins og afinn eða amman. Börn-
unum hregður til ættarinnar, og einkenni forfeðranna geta
þannig komið skyndilega fram aftur i ættinni.
Skýringin á þessum fyrirbrigðum, sem einnig gilda fyrir
menn og skepnur, er sú, að kynblendingsplönturnar mynduðu
tvennskonar frjókorn, sum með rauðum, önnur með hvítuni
erfðaeiginleikum, og á sama hátt mynda kvenblómin tvenns-
konar egg. Litur afkvæmanna fer eftir því, livaða egg og frjó-
korn lenda saman við frjóvgunina. Ef „rautt“ frjókorn frjóvgar
„rautt“ egg, verður plöntubarnið með rauðu blómi o. s. frv.
Sama lögmál gildir t. d. fyrir augnalit mannanna. Öll börn fæð-
ast bláevgð. Eru sumir hláeygðir alla æfi, sem kunnugt er, en
hjá öðrum kemur í ljós dökt litarefni á lithimnunni, og verða
þær manneskjur dökkeygðar. Séu foreldrarnir eins að augnalit
og báðir kynhreinir hvað þetta snertir, verður augnalitur barn-
anna auðvitað hinn sami og hjá foreldrunum. En sé annað
foreldranna hrein-dökkeygt og hitt bláeygt, þá verða öll börnin
dökkevgð, því dölck augu eru ríkjandi, en blá víkjandi. En
blái liturinn leynist hjá dökkeygðu börnunum, og ef þau síðar
eignast börn með maka, sem hefur sörnu augnalits-erfðahneigð,
þá fer úm augnalit barnanna eins og um rauðu og hvítu blóm-
in. Af hverjum 4 verða 3 dökkeygð og eitt bláeygt að jafnaði.
Dökkeygðir foreldrar geta þá átt saman bæði dökkeygð og blá-
eygð börn. Aftur á móti eru hörn bláeygðra foreldra nær ávalt