Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 31
SIMREIÐIN
ÆTTGEXGI OG LÍFSSKILYRÐI
263
bláeygð. Af þessu öllu er ljóst, að eðlilegar orsakir liggja til
Þess, að börnin stundum líkjast forfeðrum sínum, t. d. afanum,
jafnvel meira en foreldrum sinum. Ennfremur, að börnin oft
likjast öðru foreldri sínu miklu meira en hinu, ef það hefur
•leiri ríkjandi eiginleika. Gott ætterni er auðsjáanlega mikils
virði, „eplið fellur sjaldan langt frá eikinni“. Nýr heimur er
°Pnaður á sviði erfðafræðinnar. Hefur þetta greitt veg fyrir kyn-
bótum dýra og plantna. Eru nú víða tilraunastöðvar, sem vinna
að því að framleiða ný kyn, heppileg fyrir búnaðinn. Er erfða-
fræðin því mjög hagnýt vísindagrein. Annars þarf að sýna hina
mestu nákvæmni, þegar dæma á um uppruna eftir útliti, t. d. í
barnsfaðernismálum. Vissir eiginleikar geta stundum haldið
ei'fðaeiginleika í skefjum. Stundum er t. d. svo lítið dökt litar-
e*ni i augunum, að persónan í fljótu bragði sýnist vera blá-
eygð, og grænleit eða gulleit augu eru venjulega að eðli til dökk.
Hvað hörundslit snertir, þá er svarti liturinn sterkari en sá
b'iti, og ef annað foreldranna er hvítt en hitt svertingi, verða
börnin ætíð meira eða minna dökk á hörund. Ef nú tveir slíkir
bynblendingar (Múlattar) eiga börn saman, þá eru þau líka
nær ávalt dökkleit, og stafar það af því, að hjá svertingjunum
finnast tveir erfðaeiginleikar, sem vinna saman og valda dökk-
Uni hörundslit, og gerir þetta svarta litinn sterkari en búast
mætti við eftir Mendels-lögmáli. Þessi samvinna erfðaeiginleik-
anna, það er að tveir eða fleiri erfðaeiginleikar, sem hver um
S1g hefur sömu áhrif, valda t. d. svörtum lit, vinni saman og
^erði þannig áhrifarikari en ella, er talsvert algeng í náttúr-
nnni. Af því, sem nú hefur verið skýrt frá, er augljóst að af-
bvæmin líkjast ættinni og fá erfðagjafir bæði góðar og vondar
baðan. Fram hjá þvi verður ekki komist. Mennirnir eru ekki
fæddir jafnir og verða það aldrei.
Hngu að síður hefur uppeldi og lífsskilvrði mikil áhrif á líf
einstaklinganna. Málshátturinn „fjórðungi bregður til fósturs“
befur sannleik í sér fólginn. Börn, sem fá gott uppeldi og tæki-
íæri til að leggja stund á það, sem þau eru hæfust til, eru auð-
^dað betur sett í lifsbaráttunni en ella og geta búið i haginn
iyi'ir sína niðja. En eðlisfarinu verður ekki breytt, og það eitt,
en ekki hið lærða eða áunna, gengur að erfðum. Annars þarf
bér aðgæzlu við. Ýmislegt, sem i fljótu bragði virðist ganga að