Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 34
ÆTTGEXGI OG LÍFSSKILYRÐI
eimreiðin
266
augljóst, a8 barnið erfir liáða foreldra sína. Bæði faðir og móð-
ir móta eðlisfar þess. En þvi verðn þá ekki alsystkini alveg eins
hvað erfðaeiginleika snertir? Jú, litþræðirnir eru frábrugðnir
hver öðrum, hver þeirra um sig' er aðsetur vmsra erfðaeiginleika.
Nú fær hver kynfruma aðeins helming litþráðanna, eins og áður
er sagt. Líkamsfrumurnar hafa t. d. 10 litþræði hjá einhverri
dýrategund, og hver sáðfruma fær aðeins 5, önnur sáðfrunia
fær hina 5, og hinir fyrri 5 geta vel að einhverju leyti verið
frábrugðnir hinum síðari. Sama gildir um eggin. Það eru því
margir möguleikar fyrir hendi um al'kvæmin, og þurfa því
systkini alls ekki að vera eins að eðlisfari. Helzt ber það við
um tvíbura. Þeir geta verið tvennskonar. Annaðhvort hafa tvö
egg frjóvgast samtimis, og slíkir tvíburar líkjast ekki meira
en systkini alment, eða tvíburarnir eru myndaðir úr sama eggi,
sem síðan hefur klofnað. Slíkir tviburar eru jafnan af saina
kyni og lilíjast hvor öðrum afarmikið. Að eðlisfari eru þeir
eins, og mismunurinn stafar frá ólíkum skilyrðum. Tvíbur-
ar eru misjafnlega algengir, og fer það eftir ættum, er með
öðrum orðum ættgengt.
Ég nefndi áðan x-litþræðina (eða kynlitþræðina). Þeir eru
merkilegir að mörgu levti og meðal annars af því, að það eru
þeir, sem ákveða kynið. Eins og ég sagði áður, hafa líkams-
frumur kvenmannsins 2 x-þræði, en frumur mannsins aðeins
einn x-þráð. Þegar nú kynfrumurnar myndast, fá kynfrumur
konunnar einn x-þráð, en af kynfrumum karlmannsins fær
önnurhvor fruma einn x-þráð en hin engan. Karlmaðurinn
hefur því tvennskonar kynfrumur, og það er hann, sem ræður
kyni barnsins. Því ef nú x-þráðarlaus kvnfruma hans rennur
saman við egg konunnar, verður barnið drengur, en hafi frum-
an haft x-þráð, verður það stúlka. Líkindin fyrrir þessu tvennu
eru álíka mikil. Þó fæðast heldur íleiri drengir, og bendir það
til þess, að hinar x-þráðlausu frumur karlmannsins séu að
einhverju leyti máttugri í samkepninni en hinar. Þessari kepni
frumanna má líkja 'sdð samkepni krakkahóps, sem hleypt væri
inn í stofu, þar sem ekki væri til sæti handa þeim öllum.
Áreiðanlega mundu fleiri drengir en stúlkur ná sæti, af því að
þeir eru sterkari að jafnaði, en margar stúlkur mundu saint
ná sæti, þvi alt af eru nokkrir drengir linari en þær. Hjá fugl-