Eimreiðin - 01.07.1937, Page 35
EIMREIÐIN
ÆTTGENGI OG LÍFSSKILYRÐI
267
11111 og ýmsum lægri dýrum eru aftur á móti eggin tvenns-
konar, og kvendýrið ræður þá þar kynferði afkvæmisins.
Eðlisfarið á, eins og áður er sagt, rót sína að rekja til lit-
þráðanna, bæði x-þráðanna og hinna almennu. Almennu lit-
Þræðirnir eru jafnmargir hjá körlum og konum, x-þræðirnir
hafa aftur á móti nokkra sérstöðu, og skal þeirra því ininst
nokkuð nánar. Þeir valda ýmsum einkennilegum erfða-
fyrirbrigðum og fara í manngreinarálit eftir kyni. Litblinda er
algengur sjúkdómur, sem fylgir x-þráðunum og er þvi kijn-
biindin veiki.
Litblinda er í því fólgin, að sjúklingurinn getur ekki greint
grænt frá rauðu, og þessi augnagalli er miklu algengari hjá
karlmönnum en hjá kvenfólki. Hve.rnig stendur nú á þessu?
Lað er af því, að litblindan fylgir einungis x-litþráðunum.
^taðurinn hefur aðeins einn x-þráð í llkamsfrumum sínum,
°S ef veikin er í þessum þræði, er maðurinn litblindur. Konan
Lefuj- aftur á móti tvo x-þræði í sínum líkamsfrumum. Séu
þeir báðir veikir, er konan iitlilind, en sé aðeins annar þeirra
veikur, þá er konan að vísu ekki litblind sjálf, en hún hefur
'eikina dulda, og litblindan getur því undir vissum kring-
Rnistæðum brotist fram á ný hjá börnum hennar. Ef báðir
foreldrarnir eru litblindir, verða öll börnin litblind. Sé konan
1 itblind, en maðurinn heilbrigður, verða allir synirnir litblind-
r’ Þvi þeir fá x-litþráðinn sinn frá móðurinni og þar með
s.lnkdóminn. En dæturnar fá annan x-þráð sinn frá móðurinni,
0,1 hinn frá föðurnum, sem var heilbrigður. Dæturnar verða
°lvki litblindar nema báðir x-þræðirnir séu sjúkir, en synirnir
hafa aðeins einn x-þráð og verða því litblindir, ef hann er
'eikur. Sé maðurinn litblindur, en konan heilbrigð, verður ekk-
eit barnanna litblint. En litblindan lejmist samt hjá dætrunum
°g getur erfst áfram og komið í ljós. Þar sem nú stúlkurnar
turfa litblindu í tvöföldum mæli til þess að hún komi í ljós,
en karlmenn ekki nema i einföldum skamti, þá er sýnilegt, að
sJUkdómurinn hlýtur að koma oftar í ljós hjá piltunum. En
hættulegustu sjúkdómsberarnir eru samt sem áður stúlkurnar,
lni Htblindan getur legið hulin í eðlisfari þeirra og svo gengið
erfðum til niðjanna. Litblindan leynir sér aftur á móti
ekki hjá karlmanninum.