Eimreiðin - 01.07.1937, Page 38
EIMREIÐIN
Þrjár þjóðvísur.
Eftir Hrafn Kolbeins.
I.
Þú dansaðir í skóginum hjá Varmahlíð í vor,
ég —
vindblærinn í laufinu —
ég söng við hvert þitt spor.
Heitur, dulinn seiður í brosi þínu brann,
ég —
bláklukkan við stíginn —
ég sá þig dreyma mann,
ungan mann í æskuljóma sínum.
Þú söngst og hlóst og dansaðir,
þú bazt þér brúðarsveig.
Bikar þinnar hamingju þá drakst í einum teig.
Þú lifðir fyrir vorið, æsku þína og ást.
Ég eygði það og greindi —
sem aldrei skyldi mást:
Vonardraum í dökkum augum þínum.
Þú dansaðir og bazt þér úr hvítum rósum krans,
kóngssonur í draumnum —
og lífið rósadans.
í helluhjalla heyrðist einhver hlæja,
hrópa
Maja!
Maja—a!
II.
Ég er þeyrinn, sem þýtur,
þögnina rýfur um vatnsins húmklæddu strendur,
mánans seitlandi silfur,
sindrandi glitlog um skóganna rökkvuðu lendur.
Ég er skógurinn, skinið í laufinu,
skjálfandi tré, sem bíð minnar örlaganætur,
hvílandi veröld, vatnið bakkanna milli,
vindur í hlustandi eyrum við stofnsins rætur.
Ég er lífið, sem leynist í hverri ögn,