Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 39
EIMREIÐIN
ÞRJÁR ÞJÓÐVÍSUR
271
ljósglit hverfandi tíma á grunnvatnsins bárum,
seiðandi strengur, sem ómar í alkyrðarþögn,
eilífðin sjálf í skóganna náttdaggartárum.
Eg er valdið, sem vekur
viljann til lífs,
stjarna, sem leiðir,
söngur, er seiðir
sál þína í dansinn langt inn í runnanum.
Stígðu stigléttum sporum
stiginn og skógsvörðinn ilmandi, raka og gljúpa.
Líttu augu þín loga
í litrófi stjarnanna í blundandi fosshylnum djúpa.
Ég er blærinn, sem blundar,
bergmál sem aldrei svara,
ylgeisli blindra augna,
ómur þögulla vara.
Komdu —
dansaðu á döggvotu grasi mínu,
drektu ódáinsveig minna seitlandi linda.
Ég er lifið, sem allir þrá að þekkja,
í þúsundum mynda.
Ég er visnandi laufblað, sem vindurinn feykir af trénu.
Kystu mig.
Kystu mig.
Myldu mig síðan í moldina svörtu, gljúpu.
Ég er hin geymda, ósnortna ást,
andblær rökkurs á kinn,
hann, sem þig dreymdi árin öll,
elskhugi þinn.
Reikaðu stjarnlýstan stiginn,
ströndina í fylgd með mér.
Ég skal Iesa þín örlög og aldur
í augum þér.
Hvíldu undir krónum trjánna.
— Kvöldið er dimt og svalt. —
I skóganna deksta skugga
skal ég gefa þér alt.
Heitar, liungraðar varir —
hálflukt augun i röklcri —