Eimreiðin - 01.07.1937, Page 40
ÞRJÁR ÞJÓÐVÍSUR
eimbeiðin
seiðandi, sólhvitur faðmur —
sveipaður blæju dökkri. —
Hnig þú djúp minna heima —
hljóttu alglcymis kgnni —
nú kveð ég og sveipa þig kolsvartri nótt,
— kystu mig —
hinzta sinni.
III.
Dansaðu —
dansaðu —
léttfætt á logum,
er leika sér tryltir í hvæsandi sogum
um línhvítan líkama þinn.
Skógurinn brennur —
við blóðstokna himnana
blika þér eldtunsur sleikjandi hvolfin.
Himininn rifnar —
það rignir blóði,
rýkur eitri hinn hrannaði sær.
I myrkrunum yztu einhver hrópar,
öskrar og lilær —
ha — ha — ha — ha —
ha — ha — ha — ha —.
Dansaðu, barnið mitt.
Dansaðu á logunum.
Drektu þér eitrið í nístandi sogunum,
við aljarðar blóðstokna báL
Dansaðu á logum með dökkvann í augunum,
dauðann í hjartanu, hatrið í taugunum,
fordæmda, svívirta sál.
Hlæ þú svo tennurnar hrynji úr gómnum.
Hræðslan og kvölin í vitfirtum rómnum
hrópa þín hefndarmál.
Eg er djöfull, sem dansar um eldinn,
dreg á oss myrkurfeldinn,
svo sortna þín svívirtu brjóst.