Eimreiðin - 01.07.1937, Page 42
274
ÞRJÁR ÞJÓÐVÍSUR
EIMREIÐIN
Dansaðu skóganna blaðskálaborg
brjáluð af hatri, þjáning og sorg,
með dauðann í hug og hjarta.
Afskræmd af kvölum, sulti og synd,
svívirta, fordæmda hrygðarmynd,
dansaðu í eldinum brjáluð og blind,
unz byrgir þig nóttin svarta.
Hrijnji þið stjörnur.
Iirapa þú sól.
Naktir likamir.
Lifrautt blóð
i lækjum um munn og augu.
Dansaðu meðan þú dansað færð.
Dauðinn biður.
Þú hlærð.
Þú hlærð.
— lia-ha-ha-ha —
lm-ha-ha-ha —
Ljósmyndasamkepnin.
Eins og tilkynt var i 1. licfti Eimreiðarinnar ]). á., efndi hún til Ijós-
myndasamkepni eftir nánar tilteknum rcglum, sem birtar voru í sania
hefti.
Nú líður óðum að því, að útrunninn sé frestur til að taka ])átt i sani-
kepninni. Engar myndir aðrar geta komið til greina en þær, sem komnar
eru i hendur ritstj. fyrir 1. nóvember næstk. Þeir, sem enn eiga ósendar
myndir, ættu því að senda þær samstundis.
í næsta hefti verða úrslitin hirt, ásamt myndum þeim, sem verðlaun
hljóta.