Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 49
EIMREIBIN
BLIXDI-JÓN
281
Blindi-Jón gerðist snemmindis umbrota- og athafnamaður.
Það er t. d. til marks um stórhuga hans, að hann fór vestur í
^kagafjörð í þeim vændum að setja saman bú á Stóru-Ökrum,
févana þó, eða því sem næst; fór þá ferð til að „sjá sig um“,
hóí hana að vetrarlagi og fór, með fylgdarmanni, vfir Öxnadals-
heiði í stórhríð og ófærð. Jón vissi af orðasveim, að draugur
Var á heiðinni, eða svipur manns, sem þar hafði orðið úti. Blindi
niaðurinn spurðist fyrir í Bakkaseli um örnefni og afstöðu
Sdja og háskáíegra hamra. Nú þegar vestur dró á heiðina, þótt-
ist fylgdarmaður Jóns sjá mann á gangi, og virtist hann vilja
VlSa þeim leið með framferði sínu. Förunautur Jóns tjáði hon-
11 rn þetta og vildi elta náungann. En Blindi-Jón þvertók fyrir
l)að- „Þessi náungi,“ sagði ég, „er óþurftargestur og vill okkur
feiga. Ég vissi um veðurstöðuna og skildi, að þessi grámaður
Var sendur okkur til höfuðs úr skuggaveröldinni. Ég sagði
fylgdarmanni mínum, að ef við létum þennan ferðamann ginna
(>1<kur, mundum við hrapa fyrir hamra, ofan í giljagljúfur. Ég
Sagði honum, að við skildum stefna þannig, að við hefðum vind
°S hríð á vangann hægri, en svipurinn sveimaði skáhalt undan
hríðinni. Fylgdarmaður hlýddi mér og þó nauðugur. En við
naðum til Silfrastaða um kvöldið, og þóttist bóndi hafa heimt
°kkur úr helju. Hann kannaðist við svipinn á heiðinni og talaði
hó fátt um.“
l'egar Blindi-Jón 1 ioni í nágrend við Stóru-Akra, gerðist hann
sPUrull um jörðina og átti ítarlegt tal um hana, við málsmet-
'Uidi menn, sem ég kann ekki að nefna, því að langt er nú síðan,
edthvað 40 ár, að við töluðum um þessa ferð. Jón spurði bónd-
•uin, hvernig honum litist á þessa fvrirætlun sína. Bóndi svar-
'*ði: „Vel á allan hátt, nema að einu leyti — þegar þú sezt að á
Stóru-ökrum, ert þú kominn svo að segja í tvíbýli við sjálfan
andskotann.“
f3á svaraði Blindi-Jón: „Mér skilst svo, sem þú eigir við mann
hokkurn. Hver er sá, ef ég mætti spyrja?“
^kagfirðingurinn svaraði: „Sá maður, ef mann skyldi kalla,
heitir Hjálmar og er kendur við Bólu.“
”f'n þegar ég fór frá Stóru-Ökrum eftir tvö ár, þá saknaði ég
eins manns verulega, og það var Bólu-Hjálmar á Minni-Ökr-
um.“