Eimreiðin - 01.07.1937, Side 50
282
BLINDI-JÓN
eimreiðin
Blindi-Jón i'luttist að Stóru-Ökrum um vorið næsta. Og þar
kvæntist hann. Bólu-Hjálmar gerði brúðkaupsvísurnar tvær og
var í veizlunni. Ég sá vísurnar, skráðar settletri, ágætlega
dregnu. Þær munu nú gengnar sér til húðarinnar eða glataðar.
Ekki hæli ég mér fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að
bjarga vísunum. En mér þóttu þær svipminni en vænta mátti,
enda datt mér þá eigi í hug að skrásetja æfintýr Blinda-Jóns.
Eg' spurði hann, hvort honum væri minnisstæður nokkur við-
burður úr viðkynningu þeirra Hjálmars. „Já,“ svaraði hann,
„ferðalag okkar á hvalfjöru að vetrarlagi."
Eigi man ég hvort þeir fengu hval á sinn hestinn hvor, full-
klifjað eða minna. En með hörkubrögðum fengu þeir þjósirnar
og nutu þar málfæris síns, því báðir voru orðfærir og Jón eigi
síður en Hjálmar, þó að hann bæri fyrir sig einungis „mælt
mál“. Sultur var í héraði, og urðu þeir félagar innantómir í ferð-
inni. En svo bar við, að þeir fengu brennivín, og gætti Hjálmar
hófsins miður en Jón, eða þoldi minna; hann var þá aldur-
hniginn, en Jón upp á sitt bezta. Þeir þurftu að fara yfir á
nokkra, straumharða, sem var í vorvexti. Þegar kom að ánni,
tók Jón til sinna ráða, lét Hjálmar fvrir framan sig í hnakkinn
og hélt utan um hann, en lét hestana ráða ferðinni. Þá þrek-
raun kvaðst Jón hafa gert mesta að hefja Hjálmar á bak, og
dirfsku slikt hið sama, að etja þannig kappi við elfina. Blindi-
Jón var á afburða hesti, „sem ég treysti“, sagði Jón. Mig minnir
að hann væri rauðblesóttur. En reyndar skiftir litlu máli um
litinn. Þessi saga er all-ótrúleg, að blindur maður gæti þannig
leitt þann sem var sjáandi. En það er vist, að Blindi-Jón fór
stundum aleinn á hesti milli bæja, sem hann hafði þó ekki
augum litið meðan hann hafði bernskuaugun opin. Eitthvað
mintist Jón á við Hjálmar, í þessari ferð, áburð þann, sem
ákærendur höfðu í frammi við Bóluhjónin, og vildi Hjálmar
fátt um tala og eigi ákveðið.
Blindi-Jón var mikill hestamaður, tamdi ótemjur og fór ótrú-
lega nærri um kosti þeirra, ef hann náði að þukla um þá, enda
þótt hann yæri eigi búinn að koma þeim á bak. Það er jafn-
vel haft á orði, að hann gæti sagt um lit á hestum eftir að hafa
þreifað um þá. Svo er sagt, að eitt sinn segði hann eftir áþreif-
ingu: „Ekki vænti ég, að hesturinn sé rauðskjóttur?“ Og svo