Eimreiðin - 01.07.1937, Page 58
290
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðin
einn eða annan hátt. Leiðirnar gátu verið margar, en bæði
hann og flestir hugsandi merin á þeim árum töldu sanitök
manna og félagsskap öflugasta meðalið til að korna fram á-
hugamálum sínum. í sögunni Félagsskapurinn i Þorbrands-
stada-hreppi1) veittist Einar að ófélagslyndi manna. En satt
að segja skipuðust menn vel við brýningum áhugamannanna,
svo að félögin þutu upp eins og gorkúlur: Þjóðmenningarfélag
(Frímann B. Anderson, Winnipeg 1888), Menningarfélag (Da-
kota 1888), Kirkjufélagið í Winnipeg (séra Jón Bjarnason,
Sameiningin, Lögberg), Goodtemplarafélag (í Winnipeg uni
nýjár 1889) og Islendingafélag (í Winnipeg). Eitt af þeinx
yngstu var íslenzka verkamannafélagið í Winnipeg. Var Einar
því hlyntur, þó ekki væri hann, að sjálfsögðu, í því.2)
En það sýndist brátt, að ekki var alt fengið með félagsstofn-
uninni einni saman. Menn urðu bæði að setja sér eitthvert
raunhæft markmið, og í annan stað urðu menn að vinna í fé-
lögunum, nenna að ræða málin af skynsamlegu viti, illindalaust.
Hér þótti Einari mikið á bresta, eins og sjá má af erindi hans
— Hvers vegna eru svo fáir með? — er hann hélt á fimta árs-
þingi hins Evangelisk-lúterska kirkjufélags haustið 1889.3) Þar
hafði séra Jón Bjarnason haldið merkilegan og áhrifamikinn
fyrirlestur um hinn íslenzka nihiLismus, deyfðina, drungann,
svefninn, sem honum virtist Austur-íslendingar sofa og enn
lamaði hugi landanna vestan hafs. Einar hyggur, að deyfð
manna vestan hafs og austan sé einkum sprottin af skorti á
skynsamlegum umræðum, discussion. Aðfinningar manna við
ritstjórn Lögbergs bentu til þess. Menn vildu meiri fréttir,
minni umræður. Heima þekkjast ekki umræður um annað en
stafsetningu, „en eins og nærri má geta hefur enginn lifandi
maður orðið vitrari fyrir þá discussion, — sumir vafalaust
töluvert heimskari.“ Timaritin tvö, Iðunn og Tímarit bók-
mentafélagsins, ræða ekki lífsspursmál þjóðarinnar eins og
góð erlend tímarit gera. En án discussionar verður lífið að
stöðupolli, og fólk heima sei'ur í þeirri trú, að ekkert sé hægt að
I) HUr. 18.—30. sept. 1886. — 2) Sbr. ræSu hans á fundi þeirra, i Lögb■
21. dez. 1892. — 3) Erindið prentað í: Fyrirlestrar haldnir á 5. ársþingi
hiris Evangelisk-Iúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Winni-
peg 1889, bls. 49—72.