Eimreiðin - 01.07.1937, Page 62
294
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
eimreiðin
indómsins. Og þótt hann væri enginn kirkjutrúarmaður, var
forvitni hans um trúmál vakandi. Þannig kom hann nú auga
á það, sem hann síðar kallaði dularfull fyrirbrigði. Hið fyrsta
mark um það, sem ég hef fundið, er Ný draugasaga í Lögbergi
20. janúar 1892. Titillinn gæti þó bent til þess, að þetta væri
ekki fvrsta sagan af því tæi, sem hann hefði komist í kynni
við, en þessi saga er því merk, að Einar hafði sjálfur talað við
mann, sem við hana var riðinn. Það næsta, sem hann hirti
af þessu tæi, voru litdrættir úr greinum eftir únítaraprestinn
M. J. Savage, teknir „úr merku Boston tímariti, Arena,... um það,
sem þar er kallað „sálarrannsóknir“ (psgchical research).
Komu þessir útdrættir undir titlinum Draugasögur í Lögbergi
5., 8. og 15. okt. 1892. Loks komu Dáleiðslur við Cambridge
liáskólann í Lögbergi 20. júní 1894.
Af öðrum menningarmálum, sem Einar tók sinn þátt í
vestra, má nefna bindindismálið1) og leikstarfsemi hans.2)
Fyrsta Goodtemplarafélagið, sem stofnað var af íslending'-
um í Winnipeg, hét Hekla (23. dezember 1887). Það ldofnaði
í ágúst 1888, og þeir sem úr gengu stofnuðu stúkuna Skuld
27. dezember 1888. Meðal stofnenda þessarar stúku eru þau
hjónin Einar og Gíslína talin. Stúkan hafði á sér meiri menn-
ingarbrag en hið eldra félag, kom sér meðal annars upp góðu
íslenzku bókasafni og þreifst vel.
Eitt af allra fyrstu verkum Einars í Winnipeg var það að
stofna til sjónleika. Voru Hermannaglettur eftir Hostrup leikn-
ar í febrúar 1886, og lék Einar þar sjálfur. Síðar urn vetur-
inn var leikinn Jeppi á Fjalli, o. fl.; en eftir það mun Einar
oft hafa haft forgöngu að leikstarfsemi, og svo var að vísu
veturinn 1893, er Skuggasveinn var leikinn á mennilegri hátt
en áður hafði tiðkast. Næstu vetur (1893—94, 1894—95) var
Æfintýri á gönguför leikið undir stjórn Einars, og lék hann
sjálfur Kranz.
2. Greina má beina bókmentalega starfsemi Einars vestan
1) Sjá einkum Almanak Ó. S. Thorgeirssonar 1907, bls. 79—92, og Lögb-
27. maí 1891 (Uófdrykkja og bindindisfélagsskapur, ræða).
2) Sjá Alm. Ó. S. Thorgeirss. 1907, s. st., og Lögb. 15. apr. 1893 (Skugga-
sueinn), 7. og 14. febr. 1894 (Æfintýri á gönguför, eftir H. P.), og 17. nóv.
1894.