Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 67
gimreiðin
ÞÆTTIR AF EINARI H. KVARAN
299
cg hafði reynt að skrifa áður,
°g ég var kominn nálægt þrí-
tugu. Þá hafði ég lítið um sál-
arfræði lesið, og ekkert, sem
gi'undvallað er á athugunum
°g i'annsóknum sálarfræðinga
hinna nýju tíma. Nú veit ég,
að það sem þessu líkist er
skýrt þann veg, að rikur
straumur berist úr undirvit-
und mannsins, þar sem lang-
uiestir hæfileikar manna eru
siunan komnir, inn í hina al-
uiennu vitund. Þá hafði ég
enga hugmynd um neinar
slíkar skýringar. Ég vissi það
eitt eftir þessa þrjá daga, að
Uiér var þess ekki varnað,
sem mig hafði oft langað mest til af öllu, en jafnframt efast
um að mér væri gefið — að segja sögur. Og ég var glaður
eius og barn.“
Eins og allir vita, gæti sagan Vonir eins vel heitið Vonbrigði.
Hún er um vonir og vonsvik umkomulítils íslendings, sem
sendir stúlkuna sína á undan sér til fyrirheitna landsins. En
Þegar hann sjálfur kemur í þetta fyrirheitna land í steikjandi
sólarhita í íslenzkum vetrarfötum með þykkan ullartrefil um
hálsinn, þá skammast stúlkan sín fyrir þennan durg og hótar
uð kalla á lögregluna, nema hann láti sig í friði. Og veslings
íslendingurinn ráfar mállaus út á sléttuna endalausu, „sem er
full af friði og minnir á hvíldina eilífu“.
Hessi litla hlálega saga af endurfundum mannsins og stúlk-
unnar í innflytjendahúsinu í Winnipeg segir meira en flesta,
sem þá lásu hana, grunaði. Hún er, eins og síðar saga Laxness,
Hýja-ísland, sagan um Islendinginn, sem hefur farið af gamla
landinu til nýja landsins í þeirri von, að hið nýja tæki hinu
gamla fram, sagan um manninn, sem brent hefur allar brýr
uð baki sér og uppgötvar þá fyrst sér til skelfingar, að nýja
landið er alls ekki fyrir hann. Og um leið og hún lýsir von-