Eimreiðin - 01.07.1937, Side 80
312
MENNIRNIR OG STEINNINN
eimbbiðin
dæmt mér rétt til steinsins, en ég þori ekki að treysta á sann-
girni yðar, á eftir því, sem á undan er gengið. Þér eruð ósann-
gjarn, ofsafenginn og þrætugjarn. Þér eruð einn af þessum
þröskuldum, sem ómögulegt er annað en reka sig á í lífinu.
Þér hljótið að fá mörg vond spörk — og ég vona að þér fáiö
þau, ef þér ekki héðan í frá reynið að meta að verðleikum
hinn siðferðilega rétt náunga yðar og hagið yður þar eftir.“ —
Ég gekk heim. Ég gat ekki annað en hlegið í huga mínum
að þessari skoplegu viðureign. En mér fanst samt, mér til
talsverðrar undrunar, eitthvert örlítið brot af vorgleði minni
hafa horfið með steininum.
Þó nótt fari yfir — —
Er nóttin fór yfir, og næddi um ungar greinar
nístandi vindur úr hinni bitrustu átt,
að trölli varð drangur, að ókindum stakir steinar,
að stórveldi hættunnar fjallið myrkvað og grátt.
IJá stóðst þú við gluggann og sást út til sólarlagsins,
er síðasta dagskíman kvaddi okkar einmana stað,
og mæltir at' harmi þíns hjarta og barnsást til dagsins:
Hver hefur sólina skapað? Segðu mér það.
Eg vissi ekki svarið. — Hvað vita allar heimsins þjóðir? —
I>ó varð það mér auðvelt á tungu sem fornkunnugt ljóð:
Guð hefur skapað sólina, sagði mín móðir,
og hún sagði altaf satt hún mamma mín, vinan mín góð.
Þú krafðist ei frekari svara, en söktir þér niður
í sefjun gamallar trúar, sem mörgum varð sönn.
Og um okkur bæði rann kvöldsins kyrláti friður,
þó koldimt væri úti og hlæði þar niður fönn.
Þó nótt fari yfir og drúpi haustfölir hagar,
í hringleikjum stormanna dansi snjóélin hörð,
já, hvernig sem er, þá bjarmar og brosir og dagar
af barnanna sólást, á hinni skugguðu jörð.
Guðmundur Böövarsson.