Eimreiðin - 01.07.1937, Side 87
EIMREIÐIN
ENN UM BERKLASÝKI Á ÍSLANDI
319
t>ar þó tvö stór liæli og tvær minni stofnanir, sem fást ein-
göngu við berklasýki, en íbúar um 700,000.
Þó er hér í Vesturheimi af einhverjum ástæðum mótstöðu-
afl gegn berklasýki að aukast. Tilfellin eru yfirleitt miklu við-
ráðanlegri en fyrir þrjátiu árum síðan og dauðsföll færri.
Önnur sönnun er það, að krabbamein eru miklu tíðari nú en
1 byrjun þessarar aldar. En krabbinn er á einhvern hátt í efna-
fræðislegri mótstöðu við berklasýkina. Því er það svo afar-
sjaldan að báðir þessir algengu sjúkdómar finnist í sama
sjúkling, þó það komi oft fyrir að sjúklingur, sem hefur
fengið berklasýki og batnað, fái krabba nokkrum árum síðar.
álargar ástæður má finna fyrir j)essu aukna mótstöðuafli, betri
húsakynni, margbreyttara og betra fæði, það að læknar eru sífelt
a varðbergi fyrir veikinni, að smitun er minni, jivi svo margir
sjúklingar eru á heilsuhælum, hreinlæti og varúð meiri en áður.
En mest mun jiessi aukna mótstaða því að þakka, að mjólk
er nú í langflestum stórbæjum gerlafríuð (pasteurized) áður
en hún er notuð, og einnig jiað að berklasýkinni hefur víða
nð miklu eða öllu leyti verið útrýmt úr nautahjörðunum bæði
1 Bandaríkjunum og Kanada. Þetta sannar meðal annars
reynsla Norður-Dakota rikisins. Fyrir tveim árum siðan voru,
fyrir sérstakan dugnað dýralæknanna, allir nautgripir í þvi
ríki berklafríir. En einmitt saina árið fækkaði dauðsföllum úr
berklasýki um fullan þriðjung. Urðu rúm 27 fyrir hverja 100
þús. ibúa, sú lægsta tala í allri Ameríku og þó víðar væri leit-
að. Öll vinna dýralæknanna var gerð í kyrþey, og vissu fáir
uni hana fyr en árangurinn sást. En nokkrum árum áður hafði
Saskatchewan-fylki gert sérstakt tveggja ára áhlaup á berkla-
sýkina. Ekkert var til sparað, sízt af öllu básúnurnar og
bumbuslátturinn, er sifelt fylgir „herferðinni“ móti Jieim sjúk-
dómi. Átti nú að ganga milli bols og höfuðs á ókindinni.
Arangurinn varð sá, að dauðsföllin heldur fjölguðu. Þau voru
44 fyrir hverja hundrað þúsund ibúa um árið, jiegar áhlaupið
byrjaði, 46 þegar því lauk.
Þessi samanburður sýnir hvilikt ódæma fimbulfamb nú-
tíniaaðferðin við að uppræta berklasýkina, er, en hvað árangur-
inn getur verið mikill og góður liegar réttum aðferðum er beitt,
og eins hitt hvað afarnauðsynlegt er að mjólk sé gerlafrí.