Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 90

Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 90
322 ENN UM BERKLASÝKI Á ÍSLANDI EIMBEIÐlN Islands. Það var þriðji liður, sem fæddist um byrjun nítjándu aldarinnar og tók alment að sýkjast af tæringunni. Þróttur og stæling kynstofnsins, sem harðréttið hleypti í hann, er þá farið að linast, úrvalið orðið minna en áður. Þá koma aftur harð- réttisár frá 1880—1887, sem greiða veg tæringarinnar, án þess að orsaka nokkurt úrval, því fáir, ef nokkrir, dóu þá úr hungri- En þó alt þetta beri að sama brunni, reið þó mestan baggU' muninn, að einmitt um þetta leyti misti íslenzka þjóðin þ:l fæðuna, sem varið hafði lungu hennar frá ómunatíð og verið hafði liennar stoð og stytta, en sem allir virðast nú vera búnir að gleyma, því enginn minnist á hana þegar um út- hreiðslu lungnatæringar er að ræða. Sú fæða var sauðamjólkin. Eg man eftir þegar það kom fyrir í fyrsta sinni á Austur- iandi, að bóndi lét allar ær sínar ganga með dilk. Það var árið 1879. Maður að nafni Jón Hall hafði verið við verzlun á Seyð- isfirði, en hælti og setti saman bú á Brimnesi það ár. Hann lét allar sínar ær ganga með dilk, og þótti það miklum tíð- indum sæta. Var mikið skrafað um þetta lram og aftur, en ég man eftir því að faðir minn, Björn Halldórsson á Úlfsstöðum, lagði ekkert til þessa umtals, var þó sjaldan myrkur í máh, um hvaða efni sem var rætt. Það var eins og honum fyndist einhver örlagaþungi fylgja þessu uppátæki. Það var lika. Tuttugu árum síðar, um aldamótin, var mikill fjöldi íslenzkra bænda hættur að láta mjólka ær sínar, en tæringin líka óð- fluga að breiðast út. Það er auðvitað ekki hægt að sanna þessa staðhæfingu með skýrslum og tölum, hvorugt er til, en fram hjá því verður ekki gengið, að þegar sauðamjólkin hvarf úr matarílátum íslendinga, komu berklaveikisgerlar í staðinn. Þegar ærnar voru reknar á fjöll, settist tæringin að á bæjun- um. Og skömm væri að segja, að ekki hafi verið vel tekið móti gestinum. Gömlu, hlýju, þekku torfbæirnir voru nú ekki lengur nógu fínir, svo í stað þeirra voru bygðir steinsteypu- kumbaldar, kaldir, ósmekklegir og óhollir. Með öðru hafa þeii' eflaust hjálpað til með að gefa tæringunni byr undir báða vængi. Hvað annað sem að er gert, er það ógerningur að út- rýma henni úr köldum húsum. Einhver ráð verður að finna til þess að hita þau upp eða breyta þeim, svo þau verði við- unanlega hlý.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.