Eimreiðin - 01.07.1937, Qupperneq 91
EIMUEIÐIN
ENN UM BERKLASÝKI Á ÍSLANDI
323
Ég hef hér að framan sS'nt, sérstaklega með dæniinn frá
Norður-Dakota, hvað árangurinn af því að gera mjólkurkýr
herklafríar, er mikils virði i baráttunni gegn berklaveiki. En
hvað oft og vel sem þetta er gert og hvað samvizkusamlega
sem kúamjólk er gerlafríuð áður en hiin er notuð, verður hún
aldrei það berklavarnarmeðal sem sauða-, geitna- og hrossa-
nijólk er. Þetta kemur af því, að þessar skepnur allar eru al-
gerlega ómóttækilegar fyrir berklasýki. Nautgripurinn er sá
eini af húsdýrunum sem getur sýkst af þeim sjúkdómi; er
hvi merkilegt hvað litil áherzla er lögð á það að nota mjólk
ln' fleiri skepnum en kúm. Þó er einstöku sinnum minst á þetta,
°g sum heilsuhæli hafa geitnamjólk meðfram handa sjúkl-
ingum. En það er sitt hvað að lækna eða verjast berklasýki.
Hið fyrra er ætíð erfitt og meira eða minna óvíst; hið síðara
ntrúlega auðvelt, svo auðvelt að í þrjátíu ár hefur enginn
nnglingur undir minni umsjá fengið tæringu, að einni stúlku
nndantekinni, og var það fyrir hennar eigin vanrækslu. Þó
hef ég mjög sjaldan haft annað en kúamjólk handa sjúkling-
nm mínum. En í hvert sinn sem náðst hefur í geitnamjólk,
hefur árangurinn verið svo góður, að sá aukakostnaður, sem
henni fylgir, hefur margborgað sig. Eg get þessa aðeins til
ah sýna hvílík endaleysa það er að segja, að engin meðöl
eða efnasambönd séu nokkurs virði i baráttunni við berkla-
sýki. Eins og nokkur hlutur í sambandi við jarðneskan líkama,
dauðan eða lifandi, sé nokkurntíma utan, neðan eða ofan við
hin eilífu lögmál efnafræðinnar! Slíkt óvitahjal er ágætt dæmi
upp á það, að þrátt fyrir alla skóla, allan lærdóm og alla
hekkingu verður vitið aldrei meira en guð gaf. Heiniskinginn
er og verður jafn heimskur, þó hann útskrifist úr öllum há-
skólum heimsins.
Ógerningur mun það reynast að breyta aftur búskaparlagi ís-
lendinga, svo að þeir fari í annað sinn að mjólka ær sínar,
en hitt er engin frágangssök að hafa geitur svo margar, að
P*r mjólki nóg handa börnum heimilisins bæði sumar og
Vetur. Það mun reynast, að þau börn, sem alin eru upp á
geitnamjólk þangað til þau eru fimtán ára, munu alla æíi
verða mikið ómóttækilegri fyrir berkla en önnur börn. Þau
niunu ekki verða grá í gegn, lítil og vesældarleg, eins og Guð-