Eimreiðin - 01.07.1937, Side 92
324
ENN UM BEKIvLASÝKI Á ÍSLANDI
eimreiðiK
mundur Friðjónsson lýsir unglingunum í „íslands“-grei»
sinni. Jafnvel þurrabúðarmönnum ætti ekki að vera það of-
vaxið að hafa eina eða tvær geitur, þær eru léttar á fóðruni
og þurfa mjög litla hirðingu. „Tvær geitur“ eru enn fátækl-
ingnum sama þarfa eignin sein þær voru, þegar Hávamál voru
fyrst kveðin.
Ekki er heldur neitt því til fyrirstöðu að nota hryssu-mjólk
handa börnum og unglingum. Einstöku sérvitringar, svo sem
Þorgrimur læknir og séra Benedikt á Hólum, hafa í fortíð-
inni notað hana handa börnum sínum, og hefur árangurinn
ávalt verið heiðinna manna heilsa. En ætíð hefur verið litið
illu auga til jiessa athæfis, sérstaklega ef folöldunum hefur
verið fargað. Var það von. Þetta var óvanalegt, og er það
vanalega nóg lil þess að vekja mótstöðu. Það hefur auðvitað
jiótt sæmilegra að láta heldur blessuð börnin deyja drotni sín-
um en að offra folöldunum fyrir þau.
Mera-mjólk hefur þó nokkuð verið notuð sem tæringarnieðal,
sérstaklega á Rússlandi og í Vestur-Asíu. Er hún þar látin
súrna, áður en hún er drukkin, og er kölluð kumiss. Man ég
eftir sögu, sem ég las fyrir nokkrum árum eftir ameríkanskan
verkfræðing. Hann var að vinna við olíuframleiðslu austur
við Kaspíu-haf, þegar hann fékk tæringu. Var hann að vori til
sendur austur yfir hafið til Tartara-höfðingja nokkurs í Tur-
kestan, og var honum þar fengin leðurflaska til að drekka úr
og sagt að drekka svo mikið sem hann gæti. Vissi hann ekki
fyrst hvað var í flöskunni, fyr en einn morgun, að hann kom
út snemma og sá hvar ein húsfreyjan — þær voru fleiri en
ein — var að mjólka hryssu í flöskuna hans. Hann var þarna
alt sumarið, fór dagbatnandi og var orðinn gallhraustur um
haustið. Lagði þá á stað austur í Síberiu til að leita að olíu.
Islendingar eiga flestum mönnum hægar með að gefa börn-
um sínum mera-mjólk. Hesta eiga þeir allir, og folaldsmerar
eru á mjög mörgum bæjum. Það er engin frágangssök að kefla
folöldin, svo að mjólk fáist frá mæðrum þeirra handa börn-
um heimilisins. Það er mikið til þess vinnandi fyrir hverja
foreldra að losast við þá armæðu, er berklasýkinni fylgir, en
til lítils er að reyna að forðast hana algerlega. Hún er alt í
kringum mann, svo smitun er óhjákvæmileg. Eina ráðið er að