Eimreiðin - 01.07.1937, Page 95
EIMREIÐIN
HRIKALEG ÖRLÖG
327
Þegar rnér var eitt sinn, að næturlagi, skipað að koma á fund
hans. Hann æddi fram og aftur eins og villidýr og hrópaði
hvað eftir annað: „Svikinn! Svikinn!“
Hann kom fast að mér með reiddan hnefann. „Ég gæti
skorið yður á háls.“
>.Væruð þér þá nokkru nær þvi að heimta eiginkonu
yðar aftur?“ sagði ég eins rólega og ég gat.
»Og barnið mitt! Barnið mitt!“ veinaði hann, eins og hann
Væri genginn af vitinu. Svo lét hann fallast á stól og hló hátt
°g tryllingslega. „O nei, nei, þér þurfið ekkert að óttast.“
Ég fullvissaði hann um, að hann þyrfti ekkert að óttast um
kf konu sinnar. En ég sagði ekki það, sem ég var sannfærður
11 m, — að hann fengi aldrei að sjá hana framar. Hann hafði
keitið að berjast til hinztu stundar, og ekkert nema dauði
hans gat leitt styrjöldina til lykta.
Hann horfði einkennilega á mig, þar sem hann sat og taut-
aði örvæntingarfullur við sjálfan sig: „Þau eru á þeirra valdi,
k þeirra valdi.“
Ég bærði ekki á mér frekar en mús, þegar kötturinn er í
nánd.
Alt i einu stökk hann á fætur og hrópaði: „Hvers vegna sit
ég hér?“ Svo opnaði hann dyrnar, öskraði á menn sína, að þeir
skyldu söðla hestana og stíga á bak. „Það á að takast,“ stam-
aði hann um leið og hann kom til mín. „Pequina-vígið er
stauragarður. Ég skyldi ná henni aftur, jafnvel þó að hún væri
falin í iðrum fjallsins.. Ég, sem bar hana burt á þessum mín-
örmum, meðan jörðin skalf. Og barnið er þó mitt. Hún
er þó mín! “
Þetta voru merkileg orð. En ég hafði ekki tíma til að velta
þeim fyrir mér.
»Þér komið með,“ sagði hann æstur. „Ef til vill þarf ég að
Semja, og hver annar samningamaður en þér, frá útlaganum
Huiz, myndi verða skorinn á háls.“
Þetta var dagsatt. Milli hans og andstæðinganna gat ekki
verið um neitt samband að ræða samkvæmt viðurkendum
reglum heiðarlegs hernaðar.
Það var vart liðin hálf klukkustund, þegar við vorum allir
komnir á bak og þeystum á fleygiferð út í næturmyrkrið. Ruiz