Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Page 96

Eimreiðin - 01.07.1937, Page 96
EIMBEIÐIS 328 HRIKALEG ÖRLÖG hafði ekki nema tuttugu manna föruneyti og vildi ekki biða eftir fleirum. En hann sendi hraðboða til Indíánahöfðingjans Peneleo, sem var á könnunarferð niðri á láglendinu, og skipaði honum að koma með hermenn sina upp til fjallanna, og skyldu þeir allir mætast við stöðuvatn eitt, sem lcallað er „Vatnsaugað". Á bökkum þess stóð landamæravígið. Við riðum yfir láglendið á þeim óslitna spretti, sem ráns- ferðir Gaspars Ruiz voru svo frægar fyrir. Við þræddum dal- ina og riðum síðan upp bratta dalbotnana. Þetta var engan veginn hættulaus reið, því að leiðin lá upp snarbratt basalt- fjall í ótal bugðum, unz við að lokum náðum i aftureldingu 1 djúpa gjá, sem lá inn á hálendið. Þetta hálendi var vaxið grænu þéttu grasi, en innan um voru runnar og blóm. En yfir höfðum okkar gnæfðu risavaxin fjöll- in með klettum og gljúfrum og stórum snjófönnum hér og þar. Stöðuvatnið litla var kringlótt eins og' starandi auga- Setulið vígisins ætlaði að fara að reka inn búféð, þegar við komum. En undir eins og þeir sáu okkur, var stóru tréhliðun- um lokað. Ferhyrnda stauragirðingin, sem var úr sverum, uppmjóum, tjörguðum staurum, skýldi með öllu torfþökununi á kofunum fyrir innan. Eftir að hliðunum hafði verið lokað, var vígið til að sjá eins og það væri með öllu yfirgefið og mannlaust. En þegar einn af hermönnum Gaspars reið samkvæmt boði hans óskelfdur út úr hópnum og skipaði virkisbúum að gefast upp, svöruðu þeir með kúlnahríð, svo að bæði hann og hestur hans stevptust dauðir til jarðar. Ég heyrði að Ruiz nísti tönn- um við hlið mér. „Þetta gerir ekkert," sagði hann, „nú skuluð þér ríða fram.“ Þó að einkennisbúningur minn væri allur rifinn og tættur, könnuðust virkisbúar við tætlurnar, og mér var leyft að koma svo nálægt, að það heyrðist til mín. En ég varð fljótt að þagna, af því að rödd ein æpti af tómri gleði og undrun út um skot- auga eitt og' leyfði mér ekki að taka til máls. Þetta var Pajol majór, einn af minum gömlu vinum. Hann hafði haldið, eins og aðrir félagar mínir, að búið væri að drepa mig fyrir löngu- „Iveyrið hestinn úr sporum, maður,“ æpti hann æstur, „við skulum opna fyrir yður.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.