Eimreiðin - 01.07.1937, Síða 100
332 HRIKALEG ÖRLÖG eimreiðin
Það vöru ekki gerðar fleiri tilraunir. Eitt múldýranna, sem
flutti skotfærabirgðirnar, hafði einnig týnst, svo að ekki voru
nema sex skot til. Þau voru að vísu nógu mörg til þess, að
hægt væri með þeim að skjóta virkishliðið í rústir, ef aðeins
tækist að hitta það. En það var ómögulegt nema að hægt væri
að húa til pall undir fallbyssuna. Á því voru engin tök. Eg
bjóst á hverri stundu við að heyra hornablásturinn frá her-
deildum Robles bergmála í fjöllunum.
Peneleo, sem rölti um órólegur, dúðaður i skinnfeld sinn,
kom snöggvast til min og þuldi sina gömlu romsu, á sinni
bjöguðu spönsku:
„Búa til entrade — op í girðinguna. Ef búa til op, bueno.
Ef ekki búa til op, þá vamos — verðum við að fara héðan.“
Eftir sólarlag tók ég eftir því, mér til undrunar, að Indíán-
arnir bjuggust eins og til nýrrar árásar. Raðirnar stóðu fylktar
í skuggum fjallanna. Á sléttunni fyrir framan vígið sá ég hóp
manna vera á ferli og halda sig altaf á sama stað.
Án þess nokkur yrði mín var gekk ég niður af hæðinni-
Tunglsbirtan í tæru háfjallaloftinu lýsti svo vel, að það var
bjart eins og um hádag. En hermennirnir héldu sig í skugg'-
um fjallanna, svo ég gat ekki greint hvað þeir höfðu fyrir
stafni. Eg heyrði stórskotaliðsmanninn dorge segja undar-
lega hikandi og í lágum hjóðum: „Hún er hlaðin, senor.“
Svo heyrðist önnur rödd úr hópnum: „Komið með kveiki-
vöndulinn!“ Þetta var rödd Gaspars Ruiz.
Nú varð þögn. Setuliðið í virkinu hafði tekið eftir mann-
safnaðinum og reyndi árangurslaust að skjóta í hópinn. Færið
var of langt. Kúlurnar rótuðu upp jörðinni, en bermennirnir
skevttu því engu og héldu áfram við starf sitt. Inni í miðjuni
hópnum sáust hálfbognir menn vera að bisa við eitthvað, sein
ég vissi ekki hvað var. Ég færði mig nær, og mér fanst þessi
undarlega þústa framundan líkust einhverri annarlegri draum-
sýn utan við allan veruleika.
Undarleg, hálfkæfð rödd heyrðist skipa fyrir um að reyra
fastar að köðlunum, og var þeirri skipan svarað af mörgum
röddum samtimis. Svo heyrðist hálfkæfða röddin aftur: „Þetta
er gott. Ég verð að fá að draga andann óhindrað.“ Aftur
heyrðust margir tala samtímis, og báru raddirnar vott uffl