Eimreiðin - 01.07.1937, Page 101
EIMREIÐIN
333
HRIIÍALEG ÖRLÖG
óttablandinn og lotningarfullan ákafa: „Hjálpið honum,
hombres. Farið gætilega. Lyftið undir hinn handlegginn."
Hálfkæfða röddin skipaði nú: „Bueno, hombres, hlaupið
11 ú burt frá mér!“
Ég gat ekki lengur haldið kyrru fyrir, heldur ruddist í gegn-
um mannþröngina og heyrði um leið sömu röddina mæla al-
vöruþrungið og með erfiðismunum: „Glevmið því, Jorge, að
úg er lifandi vera. Gleymið mér alveg og hugsið eingöngu um
það, sem þér eigið að gera.“
>,Óttist ekki, senor. í mínum augum eruð þér ekkert ann-
«ið en fallbyssukerra, og ég skal ekki eyða einu augnabliki
«1 ónýtis.“
Ég heyrði þytinn í tundrinu og fann saltpéturslyktina úr
Éveikjuvöndlinum. Fyrir framan mig sá ég einhverja ógreini-
lega, lifandi veru á fjórum fótum, eins og dýr, en með manns-
höfði, sem hékk álútt undir einhverju hólklaga bákni yfir
hnakkanum, en á bakinu var sívalt eirferlíki, sem hafði verið
reyrt utan um þennan risavaxna líkama. Þögulir stóðu her-
mennirnir álengdar í hálfhring og Jorge bak við ferlíkið, en
«1 hliðar lúðurþeytari, hreyfingarlaus í sömu sporum, með
Júðurinn til taks.
Jorge stóð kengboginn með tundrið í hendinni og tautaði:
,,Einn þumlung til vinstri, scnor. Of mikið. Svona. Ef þér
viljið nú láta síga ofurlítið að framan á ölnbogana, ætla ég
að skjóta.“
Hann stökk til hliðar um leið og hann slepti tundrinu, en
eldblossinn stóð upp úr opinu á fallbyssunni, þar sem hún lá
reyrð niður á baki hins jötuneflda Gaspars Ruiz. Hann lét sig
S1ga hægt niður og spurði um leið:
„Hvernig tókst skotið?“
„Hitti ágætlega, senor!“
„Jæja, hlaðið þá aftur.“
Harna lá hann fyrir framan mig á grúl'u undir hinu dökk-
gljáandi eirbákni, þessari ægilegu byrði, meiri og miskunnar-
hiusari en nokkur maður hafði áður í hinni hörmulegu sögu
mannkynsins orðið á sig að leggja fyrir ást sína og auðnu.
Hann lá flatur á mánabjartri jörðinni, með útrétta handleggi,
eins og pílagrimur á bæn.