Eimreiðin - 01.07.1937, Page 102
334
eimreiðin
HRIKALEG ÖRLÖG
Aftur sá óg honum lyft upp á hendur og kné, hermennina
hörfa frá og Jorge gamla beygja sig og sigta meðfram fall-
byssunni.
„Aðeins örlítið til vinstri. Svo sem þumlung til hægri. Por
Dios, scnor, hættið að hristast svona. Hvar eru kraftar
yðar?“
Rödd gamla stórskotaliðsmannsins titraði af geðshræringu.
Hann veik til hliðar og bar logandi tundrið með leifturhraða
að íkveikjuhylkinu.
„Ágætt!“ hrópaði hann með grátstaf í kverkunum, en Gasp-
ar Ruiz lá lengi þögull, flatur á jörðinni undir byrði sinni-
„Ég er þreyttur," muldraði hann loks. „Dugar eitt skot til?“
„Já, áreiðanlega,“ hvíslaði Jorge i eyra hans.
„Hlaðið þá,“ heyrði ég Gaspar segja hátt og skýrt. „Lúður-
þeytari! “
„Hér er ég, scnor, tilbúinn að taka á móti skipan yðar.“
„Blásið þá i lúðurinn, þegar ég segi til, svo heyrist um endi-
langt Chile,“ sagði hann með óvenjulega þróttmikilli röddu.
„Og þið hinir, verið viðbúnir að skera þetta bölvað bákn at
mér, svo að ég geti fylgt ykkur fram til áhlaups. Reisið mig
nú við — og þú, Jorge — flýttu þér að miða.“
Skothríðin frá virkinu ætlaði að yfirgnæfa rödd hans.
Stauragirðingin var hulin i eldi og reyk.
„Leggið sem mesta orku í herðarnar og handleggina til að
standast skotið,“ sagði gamli Jorge með skjálfandi rödd.
„Borið fingrunum niður í jarðveginn. Svona. Tilbúinn!“
Hann rak upp fagnaðaróp eftir skotið. Lúðurþeytarinn lyfti
lúðrinum að vörum sér og beið. En engin skipan heyrðist
frá foringjanum, þar sem hann lá flatur á grúfu við fætui'
okkar. Eg kraup á kné við hlið hans og heyrði alt, sem hann
sagði.
„Það hefur eitthvað brotnað í mér,“ hvíslaði hann, lyfti
höfðinu örlítið og sneri andlitinu að mér, úr sínum hörinu-
legu stellingum.
„Virkishliðið er i rústum,“ æpti Jorge.
Gaspar Ruiz reyndi að tala, en orðin dóu á vörum hans. Lg
hjálpaði til að velta fallbyssunni af brotnu baki hans. Auð-
vitað þagði ég, og merkið um að Indiánarnir skyldu hefja