Eimreiðin - 01.07.1937, Side 104
336
eimreiðin
HRIIvALEG ÖRLÖG
undir eins að flytja fanga nokkurn til Santiago. Auðvitað var
fanginn eiginkona Gaspars Ruiz.
„Eg hef kjörið yður til þessa verks,“ sagði Robles hers-
höfðingi, „af því ég veit hve þér látið yður ant um þessa fjöl-
skyldu. En sannast að segja hefði átt að skjóta þessa konu,
svo mikið tjón hefur hún valdið stjórninni."
Þegar ég greip gramur fram í fyrir honum, hélt hann áfrani:
„Jæja, jæja, hann er nú sama sem dauður, þá skiftir ekki
eins miklu máli um hana. Eg býst við menn verði í vandræð-
um með hvað gera eigi við hana. Ég býst við að hann hafi
grafið mikla fjársjóði í jörðu, sem lnin ein veit hvar fólgnii'
eru.“
Hershöfðinginn ypti öxlum, og svo var þetta útrætt mál-
I aftureldingu sá ég hana koma upp hæðina, í gæzlu tvegg.ia
hermanna. Hún bar barnið á handleggnum.
Eg gekk á móti henni.
„Lifir hann ennþá?“ spurði hún og horfði á mig föl og
alvarleg.
Ég laut höfði og fylgdi henni þegjandi bak við runna
nokkra. Hann lá með opin augun og átti erfitt með andar-
drátt. Með miklum erfiðismunum gat hann hvíslað:
„Erminia!“
Hún kraup við hlið hans. Litla stúlkan, sem ekki skildi
hvernig ástatt var, skimaði um alt og hjalaði glöð við sjálfa
sig. Hún benti með smáu fingrunum á sólina rósrauða, sem
var að koma upp undan dökku, háreistu tindunuin í austri.
Meðan barnið hélt áfram að hjala, bærðu hin tvö ekki á sér,
hann deyjandi og hún á knjánum við hlið hans. Þau horfð-
ust þögul í augu og hlustuðu á veikt hjalið í barninu. Svo
þagnaði það, hallaði höfðinu upp að brjósti móður sinnar, og
lá þar kyrt.
„Það var vegna þín,“ sagði hann loks. „Fyrirgefðu mér.“
Röddin bilaði, svo ég heyrði ekki annað en óljóst suð, gat að-
eins óljóst greint orðin: „Ekki nógu sterkur.“
Hún horfði á hann með óendanlega djúpri tilfinningu 1
svipnum. Hann reyndi að brosa og endurtók í auðmýkt:
„Fyrirgefðu mér — að yfirgefa þig ...“
Þá grúfði hún sig yfir hann og sagði með einbeittri rödd