Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1937, Side 104

Eimreiðin - 01.07.1937, Side 104
336 eimreiðin HRIIvALEG ÖRLÖG undir eins að flytja fanga nokkurn til Santiago. Auðvitað var fanginn eiginkona Gaspars Ruiz. „Eg hef kjörið yður til þessa verks,“ sagði Robles hers- höfðingi, „af því ég veit hve þér látið yður ant um þessa fjöl- skyldu. En sannast að segja hefði átt að skjóta þessa konu, svo mikið tjón hefur hún valdið stjórninni." Þegar ég greip gramur fram í fyrir honum, hélt hann áfrani: „Jæja, jæja, hann er nú sama sem dauður, þá skiftir ekki eins miklu máli um hana. Eg býst við menn verði í vandræð- um með hvað gera eigi við hana. Ég býst við að hann hafi grafið mikla fjársjóði í jörðu, sem lnin ein veit hvar fólgnii' eru.“ Hershöfðinginn ypti öxlum, og svo var þetta útrætt mál- I aftureldingu sá ég hana koma upp hæðina, í gæzlu tvegg.ia hermanna. Hún bar barnið á handleggnum. Eg gekk á móti henni. „Lifir hann ennþá?“ spurði hún og horfði á mig föl og alvarleg. Ég laut höfði og fylgdi henni þegjandi bak við runna nokkra. Hann lá með opin augun og átti erfitt með andar- drátt. Með miklum erfiðismunum gat hann hvíslað: „Erminia!“ Hún kraup við hlið hans. Litla stúlkan, sem ekki skildi hvernig ástatt var, skimaði um alt og hjalaði glöð við sjálfa sig. Hún benti með smáu fingrunum á sólina rósrauða, sem var að koma upp undan dökku, háreistu tindunuin í austri. Meðan barnið hélt áfram að hjala, bærðu hin tvö ekki á sér, hann deyjandi og hún á knjánum við hlið hans. Þau horfð- ust þögul í augu og hlustuðu á veikt hjalið í barninu. Svo þagnaði það, hallaði höfðinu upp að brjósti móður sinnar, og lá þar kyrt. „Það var vegna þín,“ sagði hann loks. „Fyrirgefðu mér.“ Röddin bilaði, svo ég heyrði ekki annað en óljóst suð, gat að- eins óljóst greint orðin: „Ekki nógu sterkur.“ Hún horfði á hann með óendanlega djúpri tilfinningu 1 svipnum. Hann reyndi að brosa og endurtók í auðmýkt: „Fyrirgefðu mér — að yfirgefa þig ...“ Þá grúfði hún sig yfir hann og sagði með einbeittri rödd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.