Eimreiðin - 01.10.1940, Qupperneq 20
316
EDDA FINNLANDS
EIMREIÐIN
móður sinni, elskaði hann hana þó, og það eru þau hugar-
tengsl, sem nú birta lienni dauða hans á þann hátt, að hún
sér blóð á hárkambi hans. Syrgjandi leitar hún hans um alt
landið. Að endingu gefur sólin henni bendingu um, hvar hann
sé að finna, og hún veiðir hann upp úr fljótinu með hrífu og
græðir hann með mætti móðurkærleikans. Lífið og sálin
vaknar með aðstoð góðu býflugunnar, sem sækir dularfult
hunang til himinsins. Þannig hefur finska ættmóðirin aftur
og aftur sameinað í kærleik finsku þjóðina, þegar henni var
sundrað af blindum kúgurum. Og ættmóðirin hefur endur-
vakið trygð þjóðarinnar og mannúð, með aðstoð þessa dular-
fulla hunangs, sem er kristindómurinn.
Fjórða og síðasta höfuðpersóna hins finska söguóðs er
Kullervo. Hann er ímynd hefnigirninnar. Hefnigirni hans er
sprottin af illum kjörum og slæmri meðferð húsbændanna.
Hann hefur verið vansæll í uppvextinum, því faðir hans var
drepinn af hróður sínum, sem stal konu hans og gerði hana
að ambátt. í þrældómi fæddi hún svo Kullervo, sem þýðir
„kraftur stríðsins". Þegar frá vöggu ólgaði ofsi baráttunnar
í brjósti hans. Hann vill strax hefna föður síns og þeirra ör-
laga, sem móður hans var kastað út i. En fósturfaðir hans,
Untamo, óttast hann og reynir að stytta honum aldur. En
þótt liann kasti honum fyrir björg eða brenni hann á báli.
kemur strákurinn altaf lifandi aftur. Og því eldri sem hann
verður, því erfiðari reynist hann húsbónda sínum, og hefnd-
in brennur altaf úr augum hans. Untamo sendir hann svo til
Pohjola (Tröllheima), og þar gerist hann fjárhirðir. En hús-
móðir hans blandar steinum í brauð hans, svo hann brýtur x
því hnífinn, sem var hans einasta föðurarfleifð. Þessi in-
girni gerir hann ennþá verri og hefnigjarnari. Hann drep-
ur kvikfénaðinn og rekur villidýr skógarins heim á staðinn,
og þau sundurtæta og rífa í sig húsmóður hans.
Ennþá er þó föður hans og móður ekki hefnt, og hefni-
girnin gerir hann heimilislausan og einmana. Hann vill gjarn'
an bæta ráð sitt, en hann getur það ekki. Óhamingjan er
alstaðar á leið hans. Hann hittir unga stúllcu í skóginum og
þvingar hana með valdi til ástaratlota, en þegar hann hittir
móður sína, fær hann að vita, að það er systir hans, sem