Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 9

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 9
Okt.—des. 1956 EIMREIÐIN Siéurður Nordal sjötugur eftir Þórodd Guðmnndsson. I æsku minni heyrði ég talað um Sigurð Nordal eins og grískan guð eða einn af Ásum, sem var stiginn ofan af vizk- unnar helga fjalli eða kominn frá Mímisbrunni, þar sem hann hafði orðið fyrir dýrlegum vitrunum og drukkið mjöð morgun hvern af veði Valföður. Þrunginn mannviti og um- vafinn ofurmannlegum glæsileika kom hann á fund fólksins 1 átthögum mínum og bauð því að drekka úr horninu góða hina römmu veig. Hann varp ljóma frægðar og snilli á gráan hversdagsleika unglinga með orf í hendi og hrífu við hlið. Um hásláttinn barst sú frétt út um byggðina, að hann *tlaði að flytja erindi fyrir almenning um eitthvað mikið °g merkilegt, sem enginn skyni gæddur og hugsandi maður tuátti missa af. Ég var of ungur til að geta meðtekið blessun- ina, varð því að gera mér að góðu reykinn af réttunum, frá- sagnir eldri bræðra minna og vinnufólksins, sem hlýddi á fyrirlesturinn, þegar það kom heim. Yngri sem eldri voru hjúpt snortnir. Konur roðnuðu, þegar þær lýstu hrifningu sinni yfir töfrandi fegurð og háfleygu andríki doktorsins. Þessar voru fyrstu spurnir, sem ég hafði af Sigurði Nordal. Fljótlega las ég eitt og annað eftir hann. Sumt af því fór fyrir ofan garð og neðan fyrst í stað. Annað festi einhverjar r*tur í huga unglingsins. Snemma lærðist mér að meta Forn- ar ástir. Vísindarit hans virti ég auðvitað ekki viðlits fyrr en a fullorðinsárum, né heldur greinar um torráðin efni heim- spekinnar, skáldskap og fleira, er síðar hreif hug minn meir en ffest annað, sem ritað hefur verið á íslenzku á þessari öld. Víkjum fyrst að Fornum ástum. Ég þekkti vinnukonur, L.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.