Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.10.1956, Qupperneq 12
244 EIMREIÐIN sem birtist í 8. bindi Nordisk Kultur fyrir fáum árum, svo að einungis nokkur helztu verk hans séu talin í örstuttu yfir- liti. Að afloknu doktorsprófi hlaut Sigurður styrk úr Hannes- ar Árnasonar sjóði og stundaði framhaldsnám í Berlín og Oxford nokkur ár. Þegar heim kom flutti hann í Reykjavík heimspekilega fyrirlestra, sem frábært orð fór af. Um svipað leyti hóf hann sitt aðalstarf, kennslu í íslenzkri málfræði og bókmenntasögu við Háskóla íslands, sem hann gegndi ára- tugum saman við minnisverðan orðstír. Auk þess hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í erlendum háskólum, var til dæmis prófessor í skáldskap við Harvard háskólann í Bandaríkjunum eitt ár, og hefur hlotið marga aðra sæmd menntastofnana og vísindafélaga. Síðustu árin hefur Sigurður gegnt sendiherra- og sendiráðherraembætti í Ivaupmannahöfn, en jafnframt ver- ið mikilvægur menningarfulltrúi íslendinga á erlendri grund. Það á raunar ekki einungis við þetta síðasta tímabil í starfs- ferli Sigurðar. Frá því á unga aldri hefur hann með ótal þráðum verið tengdur hinum menntaða heimi og þannig aukið mjög kynningu íslenzkra bókmennta og menningar, einkum meðal germanskra og engilsaxneskra þjóða. í doktorsriti sxnu um Ólafs sögu helga færir Sigurður meðal annars sönnur á, að Snorri hafi skrifað sérstaka Ólafs sögu, áður en hann reit aðrar Noregskonunga sögur, og þessi Ólafs saga hafi síðan orðið kjarninn í Heimskringlu. Með sinm afburða skemmtilegu og snjöllu bók um Snorra dýpkaði Sig- urður mjög skilning vorn á þessu andans ofurmenni, sem a sér engan líka og er enn þá meiri dýrlingur utan landstein- anna en innan, þó að undarlegt kunni að virðast, meistaran- um, er sameinaði vísindi og ritsnilld á fágætan, ef ekki ein- stakan hátt. Með skýringum sínum á Völuspá opnaði Sigurð- ur lesendum þessa ágætasta kvæðis Norðurlanda nýjan heim fegurðar, yndis og gleði og örvaði þá til að halda áfram að kryfja það til mergjar, hverjum við sitt hæfi. Ritgerð Sigurð- ar, Samhengið í íslenzkum bókmenntum, varð til að ljúka upp augum manna fyrir því, að órofa samband væri milk bókmennta fornaldarinnar og nútímans, en ekkert djúp stað- fest, eins og áður hafði verið almennt trúað. í formálanum fyrir Egils sögu og víðar færir Nordal gild rök að því, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.