Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 19

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 19
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR 251 mörg óvænt og nýstárleg. Verkið ber að sumu leyti meir einkenni þrítugs höfundar en sextugs. Undir dálítið óvenju- legum búningi þess eru falin umbrot og æska, sem er haldið hóflega í skefjum, leynir sér jafnvel alveg, þar til inn í logn- mollu þorpsins andar hressandi gusti utan frá hafi og ofan af fjöllum. Listakonan Jóhanna, fulltrúi Nordals, flytur með sér þennan heilsusamlega blæ. „Hvernig getur nokkur lit'andi manneskja verið ár eftir ár nærri annarri eins dýrð og lokað sig inni í stofukytru eða gaufað milli þessara kofa?11,1) lætur hann Jóhönnu segja við séra Helga, þegar hún er að reyna að hrista hann til og hefja upp úr mókinu. Þessi háfjallasvali og norðlenzka heiðríkja eru aðalsmerki Sigurðar, búa í svip hans, einkenna allt, sem hann ltefur ritað, en varpa um leið hlýjum bjarma á livert viðfangsefni, líkt og þegar sólin stafar lygnan flóann úti fyrir Þingeyrum. Kunnasta ljóð eftir Sigurð mun vera Þula, sem hefst á þessum hendingum: Gekk ég upp á hamarinn, sem hæst af öllum ber, hamingjuna hafði ég í hendi mér, björt var hún sem lýsigull og brothætt eins og gler, — ég henti henni fram af, þar sem hengiflugið er. Víða flugu brotin, en víðar hugur fer.2) Ég hef talað við ýmsa, sem kunna þetta upphaf eða jafnvel alla þessa þulu, en vita ekki, eftir hvern hún er, telja hana gamalt þjóðkvæði og hyggja, að höfundurinn sé óþekktur. Fátt eru meiri meðmæli með vísu eða kvæði en þjóðin helgi sér þau með þessu móti. Þá hefur skáldið fundið leið inn að hjarta fólksins, knúið hörpu sína í samhljóman við strengina í sál þess. Með þessari einu þulu hefur því Sigurður Nordal unnið sér ljóðskálds nafn, mikils skálds, þó að eigi væri öðru 1) Uppstigning, bls. 49. 2) íslands þúsund ár, kvæðasafn, 20. öld, bls. 58.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.