Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 20

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 20
252 EIMREIÐIN til að dreifa. En hann hefur ort fleira í bundnu máli, bæði frumsamið og þýtt og það með ágætum. Nægir að minna á ljóðið Ást, sem margir þekkja, því að það hefur verið tekið upp í ýmis úrvalsljóðasöfn. Mér þykir það eitt yndislegasta ljóð af því tagi, sem til er á íslenzku. Elzta kvæði, sem ég hef séð eftir Sigurð, birtist í Eimreiðinni árið 1909. Vegna þess hve hann orti það ungur og af því að það er ekki alkunnugt, en sýnir hins vegar djúpt inn í sál höfundarins, leyfi ég mér að birta það í heild sem sýnishorn þess, hvernig skáldið fór af stað: BJÓST ÉG í BJARGIÐ DÖKKVA. Bjóst ég í bjargið dökkva, byrjaði af nótt að rökkva, vonarvaðinum stökkva vafði ég um arminn klökkva. Girntist ég gullið rauða, glaðasta draum hins snauða, gat ég þar gnóttir nauða, gein við mér hylur dauða. Eggjagrót iljar risti, oft ég fótanna misti. Uppgöngu æ mig lysti, alltaf þótt máttinn brysti. Svarraði sær við kletta, sjódraugar brimi skvetta, ---lítt vildi þrautum létta----, loks ég óskaði---að detta. Hangi eg á limum lestur, leiður er mér dauðans frestur. Veik þótt sé vonarfestur, veit ég ei, nær hún brestur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.