Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 27

Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 27
SIGURÐUR NORDAL SJÖTUGUR 259 ungamóðir loks uppreist eftir alda niðurlægingu, því að held- ur kveður nú við annan og efalaust miklu sanngjarnari tón en alþýða manna á liðnum tíma gaf um Guddu. Nordal þakk- ar sem sé Guðríði og efalaust með réttu drýgstan skerf þeirrar veraldarvizku, sem sálmar séra Hallgríms eru þrungnir af og hefur ásamt óbilandi guðstrú hans orðið þessari þjóð óþrot- leg huggunarlind og traust hjálparhella í raunum hennar og andstreymi. Fyrir Guðríði afsalaði Hallgrímur sér auð og metorðum, naut lífsins og þjáðist. með henni. Sú reynsla var honum ómetanleg. Guðríður gerði séra Hallgrím að því mikla skáldi og átrúnaðargoði, sem hann varð. Þá lætur og Nordal Gunnhildi drottningu Gormsdóttur njóta miklu meira sann- mælis og réttlætis en sagnaritararnir gömlu gerðu, enda vóðu I lestir þeirra í villu og svíma um ætt hennar og uppruna, hvað þá annað. í þjóðsögum og munnmælum er Gunnhildur talin fulltrúi galdra og forneskju, en var samkvæmt skilningi Nor- dals langt á undan sínum tíma. Hún átti sér framtíðardraum, vildi siða Norðmenn, eiga á sinn hátt skilið hjá þeim sama Jieiðursnafn og móðir hennar, Þyri drottning, hlaut í Dan- mörku, verða Noregs bót. Stefna hennar var efling konungs- valdsins, eining ríkisins, svo sem þróun næstu alda á eftir stefndi að, þó að sá draumur rættist ekki fyrr en langalöngu eftir hennar dag. Hún beið ósigur. Og „sekur er sá einn, sem tapar". Af tómum misskilningi hefur réttur þessa aðsópsmesta kvenskörungs fornaldarinnar verið fyrir borð borinn í minn- ’ugunni. Ég tek þessar tvær ritgerðir sem dænii um, hve fækilega og sannfærandi Nordal getur tekið málstað þeirra, Sem hann telur, að á hafi verið hallað ófyrirsynju. Af sömu §iöggskyggni og hlýhug eða öllu heldur ástúð ritar hann urn samtímakonur. Nægir að minna á hinar fögru greinar hans Um Steinunni Steinsdóttur fóstru sína og Herdísi Andrésdótt- Ur skáldkonu. . Sérstakrar umræðu verð er ein mannlýsingin í öðru bindi Afanga. Hún er svo einstæð í sinni röð. Ég á við æviminning- Una um André Courmont, gestinn frá Vallandi, sem dvaldist 'ler fáein ár fjarri átthögum sínum, nam íslenzka tungu svo ^eþ að hann talaði vandaðra og fjölskrúðugra mál en flestir smndingar, las bókmenntir vorar af meiri glöggskyggni og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.