Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 35

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 35
EF STAÐREYNDIR RÁÐA EKKI . . . 267 Mér mundi seint úr rninni líða haustið 1939, þá er hin naz- istíska styrjaldarvél þrumaði dómsorð hörmunga og heljar um gjörvalla veröld. Hin rauða hönd þrýsti þá brúnu — °g' hinn rauði hrammur var síðan reiddur að Pólverjum og Finnum. Þá hneit mér það svo við hjarta, að enn svíður und- an> þegar mikið skáld þessarar þjóðar sagði í rituðu máli, að bann skildi ekki, hvernig mönnum gæti dottið það í hug, að bolsivikkum — hann meinti fyrst og fremst íslenzkum bolsivikkum — fyndist það nokkurt hneyksli, að 15 milljónir nianna væru þegjandi og hljóðalaust — skyldu þær hafa verið lójóðlausar fallbyssurnar og flugvéla- og skriðdrekabyssurnar rússnesku? — innlimaðar undir bolsivismann. Skáldið sagði ennfremur, að þessar milljónir Pólverja hefðu árekstralítið og an verulegra blóðsúthellinga — heyrið þér það: án verulegra blóðsúthellinga _ hoppað, já hoppað inn í ráðstjórnarskipu- 'agið. Allir kannizt þér við hinn furðulega sálm um skósmiðs- soninn, sem fór að heiman með lítinn geitarost í vasaklút, eo skáldið sá sitja, þegar sálmurinn var ortur, með hnöttinn °g örlög hans í hendi sér, notaleg og gleðileg sýn lnjáðri Veröld! Þá var það einn, sem mundi af ýmsum hafa verið tal- lnn mektarbokki á vettvangi íslenzks menningar- og trúarlífs, Seni skrifaði bók um Bóndann í Kreml — bóndann! Hvort ^iundi það nafn ekki helzt geta átt við með lilliti til slátur- starfa bóndans? Sá maður, sem mundi telja sig bera nú á tím- Uln merki Fjölnismanna, sagði í prentuðu máli, að kjörorð Ráðstjórnarríkjanna væri: „Vér ásælumst ekki fet af landi ann- arra> en látum ekki spönn af voru eigin landi.“ Loks munuð fcér minnast þess, að mikill íslenzkur ritsnillingur hefur látið ser þau orð um munn fara, að til þess að geta tileinkað sér kommúnismann, yrðu menn að afklæðast persónuleika sínum. Hér erum vér þá komnir að því, sem verulega er vert að athuga nokkru nánar, einmitt nú — á dögum mikilla tíðinda °g vonandi margvíslegi'ar endurskoðunar á viðhorfum og fram- •'Óarafstöðu, persónulegri og almennri. ^;ér, sem framar öðru óskum frelsis og unnum því svo, að v er getum ekki til þess hugsað að missa það, undir hvaða yfir- skini sem vér kynnum að verða sviptir því, lítum þannig á, að einstaklingurinn geti því aðeins þroskazt, að hann njóti

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.