Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 36

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 36
268 EIMREIÐIN írelsis, beri sjálfur ábyrgð á sjálfum sér. Vér erum einnig þeirr- ar skoðunar, að þroski einstaklingsins sé hin eina hugsanlega leið til þroskaðra og mannsæmandi þjóðfélagshátta. Það liggu1' því íyrir oss í augum uppi, að velfarnaðar- og friðarvon alls mannkyns sé í því fólgin, að sem flestir raunverulega frjálsir og þroskaðir einstaklingar séu með liverri þjóð, og raunar eru það l'yrst og fremst þroskamöguleikar einstaklinga hverrar þjóðar, sem gefa henni rétt til að krefjast frelsis. Þjóð, sem stjórnað er af einvaldi, er lieftir frelsi einstaklinganna og þá um leið möguleika þeirra til þroska, hefur oft reynzt hættuleg frelsi og menningu annarra þjóða, hefur oft orðið svipa í hendi harðstjórans. Allt þetta liggur í rauninni í augunr uppi, og einmitt þess vegna gildir að afklæðast persónuleikanum til þess að geta orðið trúr og sannfærður einræðissinni. í hverju er það svo fólgið, að afklæðast persónuleikanum? í því að afneita skynsemi sinni og dómgreind, þekkingu sinni og lífs' reynslu einmitt á þeim vettvangi, sem mestu máli skiptir, og gefa sig á vald kenningakerfis og þeiiTa oft mikilhæfu mis- endismanna, sem í krafti þess hafa orðið voldugir og dýrlegh'- Hér gildir ekkert minna en það að segja við sjálfan sig í hvert sinn, sem skynsemi, dómgreind, þekking og lífsreynsla ætla að taka í taumana: Þeir vita betur en ég — vegir hinna æðstu eru stundum órannsakanlegir. Hafið þér tekið eftir því, heiðruðu áheyrendur, að ýmsir bera það fyrir sig þessa dagana, að þá skorti upplýsingar til að geta tekið ákveðna afstöðu til þeirra atburða, sem nú eru að gerast í nágrenni við Ráðstjórnarríkin.'' En tilgangurinn mun nú sem fyrr helga tœkin. Að afklæðast persónuleika sínum er að færa sig úr flíkum alls persónulegs. siðræns og menningarlegs sjálfstæðis, íklæðast hinum forna svarta munkakufli Ignatiusar Loyola og hengja á hann í stað hins misnotaða krossmarks ráðstjórnarstjörnu, hamar og sigð- Hvort mundi þess von, að þeir, sem þetta hafa gert, mundu fremur nú en áður taka nokkrum rökum? Eitt vort mesta skáld fyrr og síðar hefur sagt í ræðu: ,,Það, sem okkur er nauðsyn að vita um slíkt höfuðríki hinn- ar sigrandi lífsstefnu" — takið eftir þessu: hinnar sigrandi lífs- stefnu, — „eru ekki gróusögur, rógmælgi og fúkyrði, og ekki alls konar hálfur sannleikur, útúrsnúningar og málefna-afflutning-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.