Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 40

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 40
„Það á aS strýkja strákalin^^ eftir Jakob Thorarensen. Drengurinn var elletu ára gamall, hnellinn á velli, snareyg- ur og snúðharður snáði, sem sýndist meir en svo vita, hvað liann vildi. Á götunni var hann og velþekktur foringi í sparki og klifri og átti til að standa fyrir meinlitlum óknyttum, ef svo bar undir, en hafði þó jafnan hliðsjón af lögum og sið- gæði. En nú var nýtt í efni, og um þessar mundir var drengurinn bæði hryggur og reiður, því það sem honum hafði borið fyrh' augu síðustu dagana, tvisvar — og þó raunar þrisvar sinnum — það hafði vakið honum megna andstyggð, sem eitraði nærri hverja hugsun hans. Þetta var líka svo undarlegt, að því varð ekki með orðum lýst, en umfram allt annað, þá var það svo niðrandi, að honum fannst óhugsanlegt, að þvílík smán gæti átt sér nokkra hliðstæðu. Því að „hitt frá hinu“ — það kom þessu máli ekki nokkurn lilut við. Nei, það mundi, ef úr því yrði, verða svo gerólíkt þessari fáránlegu vanvirðu, að þar kæmist enginn samanburð- ur að. — Já, því þegar liann yrði stærri og kannski kominn langt yfir fermingu, þá hafði liann að vísu hugsað sér að gera svona við Laugu — sko, Sigurlaugu í Svanaskjóli 29, — þó að hún væri tveimur árum eldri en hann. En allt, sem að þvl laut, mundi áreiðanlega verða tómt yndi og sæld, sem sízt ætti nokkra vitund skylt við það tarna, sem ekki var annað en synd og smán, eymd og ósómi. Því að þessi nöturlega niðurlæging snart nefnilega móðm Iians, sem var einstæðingskona og vitanlega efnalítil ekkja, því að faðir hans, Jónas formaður — hann hafði drukknað 1 fyrra um þetta leyti, og orðið harmur og grátur á heimilh111 öðru hverju, vikum sarnan, enda sorgin ekki annað en eðh- legur og sjálfsagður hlutur, er þannig stóð á.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.