Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 49

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 49
ÖRNEFNI 281 Sú hugsun, að nauðsyn bæri til að safna örnefnum og sögu þeirra og forða hvoru tveggja frá gleymsku, er ekki gömul hér á landi, og um söfnunina hefur enn orðið frekar lítið ágengt, samanborið við stærð verkefnisins. Enn eru stór svæði á þessu landi, þar sem lítt eða ekki hefur verið unnið að söfnun örnefna, svo að vitað sé. F.kki er mér kunnugt, livenær því var fyrst lneyft að safna hér örnefnum. En fyrir forgöngu Fornleifafélagsins og for- seta þess, prófessors Matthíasar Þórðarsonar — þá þjóðminja- varðar — var talsverðu safnað. Félagið er ekki auðugt, og fátt er um menn, sem vilja sinna slíkri sjálfboðavinnu, ekki sízt nú, þegar ekkert fæst nema fyrir peninga og dansinn kring- nm gullkálfinn er ennþá æsilegri og einlægari heldur en nokk- urn tíma í eyðimörkinni forðum. Á þingi U. M. F. í. 16.—19. júní 1924 hvatti Ari Guðmundsson, héraðsfulltrúi Borgfirð- inga (nú verkstjóri í Borgarnesi), til þess, að U. M. F. í. ynni að söfnun örnefna á íslandi. Nefnd var kosin til þess að athuga málið, og samþvkkt var á þinginu tillaga frá nefndinni. ,,hingið taldi æskilegt, að ungmennafélögin ynnu að söfn- un örnefnanna og leitaði aðstoðar Fornleifafélagsins urn það mál.“ Þannig er skýrt frá afgreiðslu málsins á þinginu. Ornefnasöfnunina hefur síðan oft og tíðum borið á góma újá ungmennafélögunum, enda tilvalið verkefni fyrir þau. Umræðurnar Iiafa borið frekar lítinn árangur, en þó hafa þær kveikt í einum og einurn manni, knúið einn og einn til að- gerða. Og nú á seinustu árum hefur Þjóðminjasafnið látið vinna áfram að örnefnasöfnun, kappkostað, að verkið væri llnnið sem samfelldast, engu sleppt úr, sem fáanlegt væri, úeil héruð tekin þannig fyrir, að fátt örnefna yrði þar eftir °skráð. Allmikið af örnefnum hefur verið prentuð í Árbók i ornleifalélagsins, og Örnefni í Vestmannaeyjum skráði dr. pliil. Þorkell Jóhannesson prófessor af mikilli vandvirkni, og er það allmikil bók. 2. En hvers vegna allt þetta starf? Hvers vegna er verið að saina þessum orðum? Mega þau ekki glatast? Hér að fram- an hefur verið á það minnzt, að þetta eru sögulegar minjar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.