Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Side 52

Eimreiðin - 01.10.1956, Side 52
284 EIMREIÐIN þetta örnefni hefur orðið viðloðandi. Svínadalur, Svínafell, Svíná, Geitagil, Kiðagil — allt þetta minnir á þá daga, þegar margt var svína og geita á Islandi. Þá skal minnzt á vöðin. Árnar hafa lengi verið mikill farartálmi íslenzkum bændum, bæði við smalamennsku og ferðalög, og vöðin á þeim fengu hvert sitt nafn. Nú rnunu þessi örnefni gleymast, ef þeim er ekki bjargað með skráningu, því að nú eru kornnar brýr á llestar þær ár, sem geta talizt verulegur farartálmi. Við þjóðtrúna eru mörg örnefni bundin, og mætti skrifa urn þau langt mál. Tröllagil, Álfaborg, Dverghamar og Draugaskúti, — þetta er leifar fornrar þjóðtrúar. Tötri var jötunn mikill. Hann var forvitinn og leit í kringum sig — rétt þegar blessuð morgunsólin var að gægjast upp fyrir fjalls- brúnina. Hann varð að steini, og gilið, sem hann var stadd- ur í, heitir Tötragil. Fyrir nokkrum áratugum voru hér fáir í vafa um það, að huldar vættir byggju í björgúm og fossum, hólum og hæðum, og raunar eimir eftir af slíkri trú enn í dag. Góður og gegn maður, sem ann sannleikanum flestu fremur, segir það hikláust,.að huldukona hafi rekið kýrnar í veg fyrir hann, þegar hann var að leita þeirra, og munu menn ekki gefa Álfastapa og Tungustapa í Dölum fondtnilegt eða jafnvel uggkennt liornauga, þegar þeir eiga leið fram hjá þeinr í rökkri — eða hvort rnundi ekki geta farið um ferðalang, sem fer fram hjá Draugaskúta í leiðindarveðri og brúnamyrkri og heyrir tófu gagga eða lóm veina? í örnefnum má finna orð og orðstofna, sem annars eru horfnir úr málinu, og þykja þessi örnefni merkileg fyrir þess- ar sakir. Einnig þykir fróðlegt, að örnefni sýna, að orð hafa aðra merkingu í einum landshluta en öðrum, og athyglisvert er það, að hið sama heitir sitt á livað, þessu nafni í einni sveit- inni og öðru heiti í hinni. Berglög, sem liggja þvert á önnm' lög, heita t. d. ýmsum nöfnum, svo sem Tröllahlað, Dverga- Irlöð, Festar, Steinbogi, Skessugangur o. s. frv., og verður fróo- legt að bera þetta saman, þegar fyrir liggur samfelld skrá yf11' örnefni í öllum héruðum landsins. Krubba er sums staðar heiti á hrygg, allháum og mjóum, en annars staðar er það nafn á laut, sem er tilsvarandi í laginu — og mundi það vera upp' runalegra.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.