Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 53

Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 53
ORNEFNI 285 Saga þjóðarinnar á sér staðfestingu í örnefnum. Þingvellir og Bessastaðir, Brennugjá og Drekkingarhylur eru heiti, sem staðfesta söguna í stórum dráttum og tala til allra, sem þau heyra. Krosslaug í Lundarreykjadal er lítil og að því er virð- ist ómerkileg uppspretta, sem í er volgt vatn, en hún breytir um svip, fær yfir sig líf og jafnvel helgiblæ, þegar þess er minnzt, að þarna voru niargir Vestfirðingar skírðir til krist- innar trúar á leið frá Þingvöllum árið 1000, Afglapastígur hjá Hrafnseyri minnir á aðför Þorvalds Vatnsfirðings að ein- um hinum göfugasta íslendingi, sem uppi hefur verið, Hrafni Sveinbjarnarsyni. Drangeyjar er ekki getið, án þess að mönn- um detti í hug hinn frægi útlagi, sem þar dvaldi, og þegar nefndar eru Hrafntættur, kemur mönnum til hugar, að þar á að liafa fæðzt það barn, sem fyrst allra liafi verið i heiminn borið á íslandi, Hrafn Hængsson. Ræningjatangi í Vestmanna- eyjum minnir á Tyrkjaránið og Snorralaug í Reykliolti á Snorra Sturluson. 3. Eg hef nú bent á nokkur dæmi um samband örnefna \ið atvinnulíf, hugsunarhátt og sögu þjóðarinnar, en nú skal vik- 'ð sérstaklega að því, hvernig örnefni verða til og af liverju þau eru dregin, þó að það hafi raunar að nokkru komið fram ' því, sem þegar hefur verið sagt. Fvrir fjórum tugum ára var Hallgrímur Jónsson í Ljárskóg- "m í unglingaskóla séra Ólafs Ólafssonar í Hjarðarholti. Gekk Hallgrímur dag hvern í skólann, og er það allt að tveggja tíma gangur. Skólasystkini hans fylgdu honum oft á leið. þeg- ar hann fór heirn, og sneru þá alltaf aftur við sama klettinn. Kletturinn hlaut nafnið Áfangi, og hefur það loðað við hann s'ðan. Annars staðar er holt, sem heitir Þurustapi. Þar var tyrir rúmum 50 árum stofnað til stúlku, sem hlaut nafnið bnríður, þegar hún var skírð. en þá er til hennar var efnt, voru fleiri nærstaddir en boðnir voru, og sáu þeir síðan um nafngiftina. Á veginum fram að Húsafelli er sléttur blett- nr, sem hefur fengið heiti sitt af kunnu tilefni. Einu sinni Voru þeir saman á ferð Steingrímur skáld Thorsteinsson og presturinn, sem þá var í Reykholti. Hesturinn hnaut undir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.