Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 55

Eimreiðin - 01.10.1956, Síða 55
ÖRNEFNI 287 inn. Sigmundarhilla og Gíslasmiðshögg eru í Hornbjargi, Þorgeirshvapp í Hælavíkurbjargi og Guðleifsgangur í fjallinu fyrir norðan Höfn í Dýrafirði. Mörg af örnefnunum eru auðskilin, hverjum sem er, önn- ur eru vandræð, og til eru þau, sem mjög erfitt er að skilja eða alls ekki verður sagt um með neinni vissu, livað þýða og af hverju eru komin. í þessu sambandi korna upp í huga minn tvö örnefni að vestan. Fjallshlíðin upp af Patreksfjarðarkaup- túni heitir Brellur, og burstmyndaður hamraveggur í fjallinu Tálkna heitir Dyngibjór. Algengt er það, að staðir eða kenni- leiti hljóti nafn af einhverju, sem þeir eða þau líkjast. Hæð utan í fjallshlíð vestur í Dölum heitir l’rygill. Hæð þessi er þríhyrnd og hallar út af henni á alla vegu. Þríhyrnt trog var einmitt nefnt trygill. Þessi hæð líkist dálítið slíku trogi, sem sé á hvolfi. Öxl er algengt heiti á fjallsenda, og mörg heiti í fjalllendi eru einmitt kennd við líkamshluta. Þar eru Hrygg- ir, Nef, Kinn, Háls, Svíri, Síða, Fótur, Auga, Kollur og Bringa — en oft er einhverju öðru nafni skeytt framan við þessi heiti líkamshlutanna. Eins og ýmsir staðir draga heiti sitt af mönnum, svo draga og surnir nafn af dýrum og fuglum. Þannig er um Selsker og Sellátur, Otrardal og Hvalsker, Þorskafjörð, Silungapoll og Laxá, Mávahlíð, Súlnasker og Álftafjörð. Einn er sá Álfta- Ijörður á landinu, sem virðist bera það lieiti með allmiklum ólíkindum. Það er þúfnaslakki í túninu í Ljárskógaseli í Dala- sýslu. En í slakka þennan safnast leysingarvatn á vorin, og þarna verður þá áningarstaður álfta, sem eru á leið til heið- anna. Oft eru staðir kenndir við kosti þeirra eða kostaleysi, mið- að við hagsmuni eigenda landsins eða ábúenda. Svo er um sumar ár og jafnvel hylji og strengi, sem í þeim eru. Á er í Dalasýslu, sem heitir Fáskrúð, og allir munu geta sér þess til, að hana prýði fáir kostir. En í henni eru þó örnefnin Gullkvörn, Matarpollur og Lukkustrengur, og upp frá ánni er falleg og sólrík brekka, sem heitir Paradís. En ekki er svo langt þaðan að dýi, sem ber nafnið Víti. Dý og keldur hafa að vonum notið lítilla vinsælda, og má 'narka það meðal annars af nöfnum sumra þeirra. Til er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.