Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 61

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 61
293 VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD OG LJÓÐAÞÝÐANDI Ameríku, næstum hálfáttræður að aldri og aldrei hefur kom- izt í sjónhæfi eða kallfæri við ísland. Páll Bjarnason er í þeim fámenna hópi rnanna af íslenzku kyni, sem fæddir eru vestra, er ort liafa á íslenzka tungu og náð þar listrænum árangri. En jafnframt því sem hann hefur náð eyi'um manna og athygli með ljóðum sínum á íslenzku, ltefur hann iðkað ljóðagerð og þýðingar á ensku og með fyrr- nefndri bók, Odes and Eclioes, hefur hann sýnt sig vera í allra fremstu röð ljóðaþýðenda úr íslenzku á ensku. í bók þessari er margt úrvalskvæða. Mest liefur hann þýtt eftir Einar Benediktsson, 18 kvæði eða kvæðabrot, 43 bls., og St. G. St. 7 kvæði, 37 bls. Einnig eru kvæði eftir Þorstein Erlingsson, Mattliías, Benedikt Gröndal, Davíð, Jón Helgason og Örn Arnarson, svo að fáir séu nefndir. Sýnishorn væri gaman að taka, en rúm leyfir það ekki. Þó vil ég setja liér lokaerindið l,r kvæði Jóns Helgasonar, í Árnasafni: „As letters must fade and the finest of bindings go rotten, The farne that today is the rage will be quickly forgotten. The Gordian Knot that we tie will in tirne come asunder. The tombstone will crumble to dust and in silence go under." Gg hér er lokaerindið úr Hvarf séra Odds á Miklabæ: „And when they open the cloor next day, At dawn, and look for a token, Their master’s gear and gauntlets lay In the grass, by the whip-stock broken. Nor horse nor parson lias since been seen. They say, while the folks were sleeping An ogress down to her dark demesne Had dragged them — and both is keeping." Aður en lengra er haldið og grein verður gerð fyrir ljóð- Um Páls, vil ég gera lítilsháttar grein fyrir skáldinu og ætt hans, þótt kunnugleiki sé nijög af skornum skammti. Árið 1845 býr í Víðidal á Fjalli í Möðrudalssókn Bjarni Pálsson. Kona hans var Guðrún Brynjólfsdóttir bónda á Hóli <l Hólsfjöllum Árnasonar. Synir þeirra eru fimm, Páll, Bjarni, Stefán, Þorsteinn og Jóhannes. Bjarni bóndi var mývetnskur ætt, sonur Páls bónda á Grímsstöðum við Mývatn Jóns-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.