Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Page 64

Eimreiðin - 01.10.1956, Page 64
296 EIMREIÐIN ur en títt er. í kvæðinu Vatnabyggð, er hann yrkir aldarfjórð- ungi síðar, segir svo: „í íyrstunni áttum við sjálf vora sveit, og sá var ei til, er í stórmennsku leit á fátæka náungann niður. l>á fundum við betur, hve viturlegt var að vinna til samans að skyldunum þar, svo yxi þó eining og friður." En þetta ástand varaði ekki til lengdar. Með vaxandi láns- fjármöguleikum og fjárbrellum urðu þeir skuldugir og ánauð- ugir rentuþrælar, og honum er þungt í hug, þegar svo er komið. „Það angrar mig stórum þá aumingja að sjá, sem eignarrótt tóku sér heiminum á, en friðlausir ávallt þó erja. En sárast af öllu þó sýnist mér eitt: Að sjá þennan grúa, sem á ekki neitt, en hamast við hlut sinn að verja. Því sagan er ennþá liin sama og var: að sá, sem að þungann og erfiðið bar, varð drottnurum ávallt að æti.“ Þá er hér lokaerindi úr kvæðinu Horfið. Hljómurinn og hátturinn minnir á Þorstein og Stephan, en orðin eru Páls: „Þeir básúna það, sem er bitlaust og veilt, en bannfæra allt, sem er róttækt og heilt og fleygt liefur tízkunnar trafi, — sem deilt væri um nauðsynjar drukknandi manns og dálítið bjástrað við andardrátt hans, en lionum þó haldið í kafi.“ Við könnumst öll við þá manngerð, sem hér er lýst, og hu'i mun lengst af verða til. Þessi tvö erindi heita Fjármál og vísindi: „Ég skil að menntamaður hver veit margt um það, sem lítið er. Hann lærir stöðugt meir og meir um minna og færra, unz hann deyr,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.